Föst í spíral

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Sjúkraliðafélag Íslands og SFR, starfsmannafélag í almannaþjónustu, eru nú líklega á leið í verkfall og náði RÚV í heilbrigðisráðherra í gær vegna málsins. Hann hafði þetta að segja: „Þetta er hvimleitt, þetta er þungt og þetta gerir ekkert annað en veikja stoðir heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þetta er einhver spírall sem við…

Suffragette, Meryl og rotnu tómatarnir

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Kvikmyndin Suffragette opnaði kvikmyndahátíðina í Lundúnum í gærkvöldi (sl. miðvikudagskvöld). Undanfarin ár hef ég fylgst með gerð myndarinnar og varla getað beðið eftir að sjá hana. Myndin fjallar um baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti í upphafi síðustu aldar. Ég vissi lítið meira um súfragetturnar en að baráttan hefði verið hörð, þær hefðu brotið rúður, sprengt…

Ályktun Samtakanna ´78

Samtökin ‘78 mótmæla harðlega dómi í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu sem féll í Hæstarétti þann 1. október 2015. Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma…

Blákalt líffræðilegt staðgönguknúz

Höfundur: Erna Magnúsdóttir Í umræðuþætti Kastljóss um staðgöngumæðrun í vikunni var tekist á um ýmis álitamál varðandi málefnið og lagafrumvarp um staðgöngumæðrun sem nú er í undirbúningi var rætt. Áður en pallborðsumræður hófust var sýnt viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur sem hafði tekið að sér staðgöngumæðrun fyrir náinn ættingja og málið endað illa. Í pallborðsumræðum var látið í…

Við getum gert betur. Við eigum að gera betur.

Ályktun frá Aflinu, Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands, Kvennaathvarfinu, Kvennaráðgjöfinni, Kvenréttindafélagi Íslands, Sólstöfum, Stígamótum, Tabú og W.O.M.E.N. in Iceland. Ályktun tíu kvennasamtaka vegna skipan dómnefndar sem fjallar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Aflið, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið,Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú og W.O.M.E.N. in Iceland lýsa yfir undrun og mótmæla starfsháttum innanríkisráðherra að…

FÖTLUÐ Á MÁNUDÖGUM, KONA Á ÞRIÐJUDÖGUM OG SAMKYNHNEIGÐ Á MIÐVIKUDÖGUM?

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Ég var 17 ára gömul þegar ég kynntist femínisma almennilega. Það var merki­legt og í senn óþægilegt að sjá lífið allt í nýju ljósi. Allt ógeðið sem feðraveldinu fylgir, hvernig gat þetta farið framhjá mér í öll þessi ár? Á þessum tíma var ég mjög meðvituð um fötlunarfordóma sem ég mætti…

Klisjulaus kvenleiki

Höfundar: Herdís Schopka og Kristín Vilhjálmsdóttir Borgarleikhúsið sýnir nú nýtt íslenskt leikrit, Hystory, eftir Kristínu Eiríksdóttur. Knúzið brá undir sig betri fætinum og skellti sér í leikhúsið, enda ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikverk eftir konu er sett á svið í öðru höfuðleikhúsa þjóðarinnar. Hystory er saga úr samtímanum og fjallar um þrjár konur…

Athugasemd frá ritstjórn vegna birtingar án heimildar

Í dag 29. mars birti Knúz.is grein eftir Hildi Guðbjörnsdóttur sem heitir „Ekki þín drusluganga“. Greinin hefur þegar hlotið mikla útbreiðslu og vakið eftirtekt annarra fjölmiðla. Grein Hildar fjallar um hina svokölluðu „brjóstabyltingu“ á fimmtudaginn og þar er að finna gagnrýni á aðra grein sem birt var í Kvennablaðinu 28. mars. Um miðjan dag í…

Minningarstund í Höggmyndagarðinum

Knúzinu barst eftirfarandi tilkynning: Í dag, þriðjudag klukkan 17:30 er minningarstund um Farkhondu, unga afganska konu sem var barin og brennd til bana á fimmtudaginn var, í Höggmyndagarðinum í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins. Afganskar konur búsettar á Íslandi standa fyrir þessum viðburði. Kveikt verður á kertum og krafist stöðvunar á hvers konar ofbeldi sem konur um heim allan þurfa…