Of feit fyrir þig?

Höfundur: Brynhildur Björnsdóttir Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.mars 2012 og er hér endurbirtur í tilefni af Degi líkamsvirðingar, 13. mars 2014. Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar…

Morfísbomban sem sprakk

Mælska og rökfimi þykja góðir kostir. Í skólum á fólk að læra að tala skýrt og skipulega, geta lesið upp, haldið ræður og svarað fyrir sig. Því stofnuðu forkólfar málfundafélaga framhaldsskólanna til mælsku- og rökræðukeppni milli skólanna, sem nú heitir MORFÍS. Atvik í þessari keppni hafa verið í brennidepli netmiðla undanfarna daga en eru engan…

Kettlingar

Veistu, mér finnst þetta ein besta markaðshugmynd sem nokkur hefur nokkurn tímann fengið. Ég meina, hversu borðleggjandi er að nota kettlinga í auglýsingar? Hver elskar ekki kettlinga? Litlir, mjúkir, sakleysislegir og fullir trausts, klaufalegir með stóru loppurnar sínar eða, þegar þeir verða aðeins eldri, svo skemmtilega lúmskir alltaf að reyna að veiða eitthvað og koma…

18 efni sem vinna örugglega á appelsínuhúð

Höfundur: Brynhildur Björnsdóttir Appelsínuhúð er, samkvæmt Vísindavefnum, hluti af líkama 90%  kvenna. Einu sinni þóttu þessar litlu misfellur á mýkstu hlutum kvenlíkamans til mikillar prýði og var talað um „þúsund litla spékoppa sem alla mátti kyssa“ í ljóðum stórskálda. Nú er öldin önnur og appelsínuhúð þykir slík óprýði að það telst nánast til kvenlegra skyldustarfa…