„Hvar er gæludýrabúðin?“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson *TW* Maður heitir Daryush Valizadeh og kallar sig Roosh V. Hann er rithöfundur og bloggari sem hefur sérhæft sig í kynlífsferðahandbókum þar sem hann kennir karlmönnum að komast yfir konur í ýmsum löndum. Þessar bækur eru núna fimmtán talsins og ein þeirra fjallar um Íslandsdvöl hans fyrir nokkrum árum. Í bókinni Bang Iceland segir hann affarasælast til…

Konan á seðlinum

Samantekt: Gísli Ásgeirsson Þetta er kanadískur 100 dala seðill. Á hann hefur verið sett mynd af Margaret Benedictson. Nafnið hljómar mjög íslenskt og við eftirgrennslan kom margt í ljós. Hún fæddist 16. mars 1866 að Hrappsstöðum í Víðidal og hét Margrét Jónsdóttir þegar hún fór vestur um haf ásamt foreldrum sínum og fleiri Íslendingum árið 1877 og…

Knúzannállinn 2015

Knuz.is er eina femíniska vefritið á Íslandi. Að því stendur hópur kvenna og karla sem skipta ritstjórnarstörfum sín á milli. Nú eru sex í ritstjórn. Fjórða starfsár vefritsins er að baki. Á árinu 2015 voru 200 greinar birtar, og alls eru greinarnar 877 frá upphafi vega. Höfundar eru á annað hundrað. Hér verður stiklað á helstu færslum…

Saga úr litlu samfélagi

Íslandsbanki bjargar jólunum hjá Sólstöfum. Þetta er góð frétt að vestan og gaman að gleðjast yfir henni í aðdraganda jólanna. Sólstafir eru systursamtök Stígamóta og hafa starfað á Ísafirði og nágrenni síðan 2006. Þetta eru óformleg grasrótarsamtök og til þeirra geta leitað þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir því. Þörfin…

„Hún þarf þá að sanna það!“

*TW* Þetta sagði auðjöfurinn Ehsan Abdulaziz þegar hann var kærður fyrir nauðgun í Bretlandi og kom þar fyrir rétt í liðinni viku. Margt við þetta mál er ótrúlegt og fáránleikinn náði nýjum hæðum þegar hann var sýknaður af kærunni eins og hér má lesa nánar um í grein Daily Mail. Málsatvik voru þau að hann…

Verum öll femínistar!

Jafnréttisfræðsla er vonandi á dagskrá allra unglingadeilda og framhaldsskóla landsins. Ef kennsluefni þykir af skornum skammti, er þessi bók hugsanlega ein af lausnunum og kemur vonandi út í íslenskri þýðingu. Bókin „We should all be feminists“ eftir Chimamanda Ngozi Adichie frá Nígeríu er byggð á rómuðum TED-fyrirlestri hennar 2013, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Fyrir…

Sýknun til samræmis?

Síðdegis í gær birti Hæstiréttur dóm í kynferðisbrotamáli. Þessi dómur er svo frábrugðinn öðrum sem birst hafa í vikunni að við fyrstu sýn mætti ætla að annað hvort hafi Hæstarétti orðið á í messunni eða að villur séu í frétt RÚV, en þaðan er þetta skjáskot komið. Málsatvik Ákærði er karlmaður og kært er fyrir…

Klám með kjötbollunum

Höfundar: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir Í Ráðhúsinu stendur nú yfir Afrekssýning kvenna. Þar eru mörg fróðleg spjöld og myndir frá gömlum og nýjum tíma og þótti mér mest koma til framlags Brynhildar og Kolbrúnar sem er á ganginum fyrir framan matsal borgarstarfsmanna. Ég (Gísli)  heimsótti sýninguna á laugardaginn og fór aftur í dag því…

Þegar konum var bannað að hlaupa langt…

Höfundur: Gísli Ásgeirsson “Konur geta ekki hlaupið lengra en 800 metra í keppni.” Á liðinni öld var þetta lengi vel viðkvæðið í íþróttaheiminum. Konur voru álitnar svo veikbyggðar og þollitlar að þær gætu engan veginn þolað sama álag og karlar. Þetta var ákvörðun karla sem réðu þá því sem þeir vildu og íþróttamót voru skipulögð…