Jafnréttisbarátta ríka fólksins?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson og Knúzið   Jafnréttisráðstefnur eru vinsælar núorðið og framsæknir Íslendingar hafa fundið þar metnaði sínum farveg. Inspirally WE 2015, ein sú veglegasta verður haldin í Hörpu eftir rúman mánuð og tengd þeim áfanga að fyrir hundrað árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt. Á heimasíðu viðburðarins lýsir notaleg karlmannsrödd helstu kostum þess…

„Ertu byrjaður að binda konuna þína?“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Vel heppnuð auglýsingaherferð situr í fólki eins og hvert annað Manilow-heilkenni. IKEA-bæklingurinn er vorboðinn ljúfi og Toys’R’Us-handbókin er gleðigjafi á mörgum heimilum. Nú tröllríður (ekkert erótískt við það) umfjöllun um kvikmyndina 50 gráir skuggar fjölmiðlum hérlendis og margir sjá sér leik á borði að græða því til þess eru refirnir skornir.  Hjálpartækjaverslanir tjá…

Á einhver að eiga jafnréttisbaráttuna?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Í helgarútgáfu Fréttablaðsins þann 17. janúar s.l.  spyr Hildur Sverrisdóttir  hver eigi jafnréttisbaráttuna og fer gagnrýnum orðum um þá sem höfðu sitthvað að athuga við rakarastofuráðstefnu utanríkisráðherra. Þar segir Hildur m.a.: Það má spyrja hvort gagnrýni á formið hafi verið eina ástæða upphlaupsins. Kannski spilaði inn í að þarna stigu inn á vettvang…

Knúzannállinn 2014

Samantekt: Gísli Ásgeirsson Knuz.is hóf fjórða útgáfuár sitt á liðnu hausti. Alls hafa 677 greinar birst þar og eru höfundar rúmlega 100. Í upphafi nýs árs er við hæfi að líta um öxl og skoða það sem hæst bar í hverjum mánuði. Í lok janúar gerði Hildur Lilliendahl upp aðkomu sína að máli Jóns Baldvins…

JafnRéttó

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík þar sem um 30 skólar keppa um að komast með atriðin sín í úrslit í Borgarleikhúsinu. Eitt þeirra vakti sérstaka athygli Knúzz og því var haldið í heimsókn í Réttarholtsskóla til fundar við stóran og fjörugan hóp unglinga sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Í forsvari…

Hrútaþing

Höfundur: Gísli Ásgeirsson „Að ári halda Nepalar alþjóðlega ráðstefnu um hættur sem stafa af hækkandi yfirborði sjávar. Fulltrúum strandríkja verður ekki boðið.“ „Alþjóðleg ráðstefna um krabbamein í blöðruhálskirtli verður haldin á næsta ári og er eingöngu hugsuð fyrir konur.“ Þetta netspaug skaust upp á yfirborðið í kjölfar þeirra tíðinda að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefði í…

Alræmdur ofbeldismaður á leið til Íslands?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson *VV* Julien Blanc er umdeildur maður. Hann starfar á vegum samtakanna Real Social Dynamics sem bjóða körlum í konuleit upp á námskeið í viðreynslu og tælingu og lofað er skjótum árangri. Þetta hljómar vel við fyrstu sýn og engin furða að margur maðurinn falli fyrir fagurgalanum, á svipaðan hátt og þegar ónefndur…

Ánægð í vinnunni?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir „Karlar eru í konuleit. Og konur eru í karlaleit.“ Þetta er rauði þráðurinn á mörgum vettvöngum netsins. Sumir eru fyrir allra augum. Aðrir fara leynt. Í þættinum Brestir á Stöð 2 fengu áhorfendur fyrir skömmu að skyggnast inn í eitt hornið á þessum heimi. Fréttamaður sest inn á kaffihús,…

Til varnar karlmennsku: Við borgum ekki!

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar um gjald karlmennskunnar í Fréttatímann á föstudaginn. „Maaark“, og allir karlmenn, bæði inni á fótboltavöllunum og framan við risaskjáina á börum heimsins hoppa hver upp um annan og hlæja eða gráta og faðmast og klappa hver öðrum á bakið – bæði þétt og lengi. Þetta eru einu aðstæðurnar…

Hefndarklám og perravakt

Höfundur: Gísli Ásgeirsson *TW* “Perravaktin er vefsíða tileinkuð þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ Þetta er inngangur að grein…