Kynferðislegt ofbeldi innan stjórnmála: Frakkland (og örugglega víðar)

Þýðing og formáli: Guðrún C. Emilsdóttir Þann 9. maí sl., fór í gang undirskriftasöfnun til höfuðs ábyrgðaraðila innan stjórnmálaflokka, þingsins og annarra stjórnarstofnana vegna þess kynferðislega ofbeldis sem viðgengst innan franskra stjórnmála. Í yfirlýsingunni er skorað á þessa aðila að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á öllum stigum valdapíramídans…

Allir sýna kynjafordóma einhvern tímann

Höfundur: Gabrielle Motola „An Equal Difference“ (Jafn mismunur) er bók um mannlýsingar, frásagnir og visku. Í tvö og háft ár hef ég rannsakað, talað við og ljósmyndað yfir 70 áhugaverðar manneskjur sem lifa í íslensku nútímasamfélagi. Þetta er mín tilraun til þess að skilja menningu sem kallar eftir aðgerðum eins og að setja fjármálafólk sem…

Staða kvenna í Íran

Höfundar: Guðrún C. Emilsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir Einn af stórviðburðum 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna var alþjóðleg ráðstefna sem haldin var dagana 22. og 23. október 2015 í Hörpu. Á ráðstefnunni stigu margir frábærir fyrirlesarar frá hinum ýmsu löndum í pontu og sögðu frá áhugaverðum málefnum um heim allan sem snerta konur á einn…

Fálkaorðan 2016

Höfundur: Guðrún C. Emilsdóttir Á fyrsta degi ársins 2016, voru ellefu Íslendingar boðaðir til Bessastaða þar sem forseti lýðveldisins sæmdi þá orðu fyrir það sem þeir höfðu, hver fyrir sitt leyti, lagt til íslensku þjóðinni til gagns og í leiðinni bæði gamans og gleði. Sex þessara Íslendinga voru konur og það vakti sérstaka athygli að þar…

Frá Evu í Paradís til Jack/Judith Halberstam

Árið með heimspekingum – Dagbók 2016 er nú komið út. Þetta er önnur dagbókin með heimspekingum sem kemur út, en sú fyrri kom út fyrir jólin 2013 vegna ársins 2014 og má lesa umfjöllun um hana hér: Sigríður Þorgeirsdóttir setti saman fyrri bókina, en að þessu sinni fékk Sigríður þrjár aðrar konur, þær Eyju Margréti…

10. desember í jóladagatalinu er … Hulda Jensdóttir

Höfundur: Guðrún C. Emilsdóttir Hulda Jensdóttir ljósmóðir (1925 – ) hefur alla tíð verið umdeild vegna skoðanna sinna á fóstureyðingum, en hún er talskona þess að reglur varðandi þær verði hertar og taki mið af því að líf kvikni strax við getnað. Hulda lagði meira að segja fram tillögu að breytingu á lögum um fæðingarhjálp…

3. desember í jóladagatalinu er … Marie-Louise-Élisabeth Vigée-Lebrun

Höfundur: Guðrún C. Emilsdóttir Madame Élisabeth Vigée-Lebrun eins og hún var jafnan kölluð í lifanda lífi var afkastamikill portrettmálari. Hún kom úr fjölskyldu sem líklega mætti telja til millistéttar þar sem faðir hennar var vinsæll málari og meðlimur í Listaakademíunni í París. Listhæfileikar Élisabeth Vigée-Lebrun komu snemma í ljós og fékk hún mikinn stuðning frá…

Helgarhlustun: „Hvers vegna er ég femínisti“ — Viðtal við Simone de Beauvoir

Höfundur: Guðrún Catherine Emilsdóttir   Simone de Beauvoir (1908–1986), heimspekingur og höfundur Síðara kynsins (Le deuxième sexe) sem kom út árið 1949, var mjög á undan sínum samtíma, a.m.k. í Evrópu,  þegar hún birti kenningar sínar um eðli konunnar eða réttara sagt um það hvernig sagan, samfélagið og umhverfið bjuggu til hugmyndina um „hið kvenlega“ (e. feminity).…

Hinn duldi heimur kvenheimspekinga

Höfundur: Guðrún C. Emilsdóttir Með skemmtilegri og áhugaverðari gjöfum sem ég fékk um síðustu jól var Dagatal 2014 – Árið með heimspekingum. Þetta er sérstök bók sem er í senn dagatal og stuttir textar, einn fyrir hverja viku, um kvenheimspekinga úr sögu og samtíð. Þrátt fyrir að hafa lokið BA-prófi í heimspeki, hefði mér aldrei…

Þýðir það „já“ að segja ekki „nei“?

Eftir Guðrúnu C. Emilsdóttur *TW* Greinin inniheldur lýsingar á grófu kynferðislegu ofbeldi Á dögunum birtist frétt um ungan mann sem sýknaður var af ákæru vegna nauðgunar. Það er margt undarlegt við þessa frétt og vekur upp spurningar um almenna þekkingu dómara á mannlegum samskiptum, burtséð frá niðurstöðu dómsins. Það er vitað að þegar um orð…