24. desember í jóladagatalinu er … Gunnar Hrafn

Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll. Tildrögin að stofnun umræðuvettvangsins og vefritsins knuz.is má rekja til ótímabærs fráfalls Gunnars Hrafns Hrafnbjargarsonar á Eyrarsundi í byrjun ágúst 2011. Við ljúkum þessu aðventudagatali árið 2014 með því að minnast áhrifamikils og merks femínista. Gunnar Hrafn var doktor í málfræði og starfaði við háskólann…

22. desember í jóladagatalinu er…. Kathrine Switzer

Höfundur: Brynja Huld Óskarsdóttir Kathrine Switzer fæddist 5. janúar 1947 í Þýskalandi og er bandarísk, rithöfundur, íþróttafréttakona og maraþonhlaupari. Hún er best þekkt fyrir að hafa verið fyrsta konan til þess að hlaupa Bostonmaraþonið, árið 1967. Kathrine Switzer byrjaði snemma að stunda íþróttir og ögra íþróttaheiminum, sem á þeim tíma var karllægur, skipulagður af körlum,…

21. desember í jóladagatalinu er… Margrét Guðnadóttir

Höfundur: Herdís Helga Schopka   Margrét Guðnadóttir (1929 – ) Margrét Guðnadóttir er veirufræðingur og fyrsta íslenska konan sem varð prófessor við Háskóla Íslands. Hún er prófessor emeritus við HÍ og var sæmd þaðan heiðursdoktorsnafnbót í nóvember 2011 fyrir framlag sitt til veirufræðinnar og greiningar veirusýkinga. Margrét fæddist árið 1929 og fékk áhuga á veirufræði…

20. desember í jóladagatalinu er… Sor Juana Inés de la Cruz

Höfundur: Katrín Harðardóttir Sor Juana Inés de la Cruz (12. nóvember 1648/1651-17. apríl 1695) var ljóðskáld, leikritahöfundur, fræðikona og nunna (sor þýðir systir) í Nýju-Mexíkó, á gullöld  spænskra bókmennta. Stíll hennar var barokkið og er ljóðið Primer Sueño einatt talið mikilvægasta heimspekiljóð sem samið hefur verið á spænska tungu. Af skrifum hennar má einnig draga þá…

17. desember í jóladagatalinu er … Gabriela Mistral

Höfundur: Katrín Harðardóttir Gabriela Mistral (7. apríl 1889 – 10. janúar 1957), menntafrömuður, skáldkona og nóbelsverðlaunahafi ólst upp í litlu þorpi í Andesfjöllum Chile. Hún var kölluð „la maestra de las Americas“, eða „kennslukona Ameríkanna“ [1], þótt hennar eigin skólagöngu hafi lokið fyrir tólf ára aldur. Ung beitti hún sér fyrir því að fátækar stúlkur fengju…

16. desember í jóladagatalinu er … Olympe de Gouges

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Marie Gouze fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum. 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París, sem átti í viðskiptum við sláturhús Gouze fjölskyldunnar. Hann…

14. desember í jóladagatalinu er … Aphra Behn

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir Aphra Behn (1640-1689) var  merkiskona og brautryðjandi á mörgum sviðum,. Hún var fyrsta enska konan til að hafa lífsviðurværi af ritstörfum og var afkastamikill rithöfundur, einkum leikritaskáld, en samdi líka ljóð og skáldsögur. Aphra Behn var fædd í Kent í júlí 1640. Ýmist er hún talin dóttir rakara sem hét Johnson…