Af kynfrelsi og sviðslistum

Höfundar: Katrín Harðardóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir Þetta hefur heldur betur verið hressandi helgi á veraldarvefnum og æsispennandi að sjá hver heldur með hverjum, eftir að Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni hans Gísla Marteins í sjónvarpi allra landsmanna. Er gjörningur dætranna réttlætanlegur og er Ágústa Eva tepra, eða var hún í…

Leyndardómar fornafna og femínísk málstýring

Höfundur: Katrín Harðardóttir Í liðinni viku fór undirrituð á fyrirlestur Marciu Allison, doktorsnema frá Annenberg School for Communication and Journalism, University of Southern California. Fyrirlesturinn, sem var á vegum Málfræðifélagsins, hét G“hen”der Neutral: (Post)- Feminism, Feminist Language Planning, and Gender Neutrality, og eins og titillinn ber með sér fjallaði Marcia um (síð-)femínisma, femíníska málstýringu og kynhlutleysi…

Old Bessastaðir – sjaldan er ein klisjan stök

Höfundar: Ása Fanney Gestsdóttir og Katrín Harðardóttir Það er ekkert verið að skafa utan af því í leikritinu Old Bessastaðir sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Íslenski þjóðernisrembingurinn, óttinn við útlendinga, pólítískar tilraunir og almennur plebbaskapur er dreginn miskunnarlaust fram í dagsljósið. Ítrekað heyrast kunnuglegir og klisjukenndir frasar úr orðræðu dagsins, hugsað er í „heildrænum…

Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…

Orð í tíma töluð?

Höfundur: Katrín Harðardóttir Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra … Illugi segir tillögu Baltasars skynsamlega og rökin sannfærandi. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum.…

Allt að gerast í Buenos Aires!

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hugmyndir um kvenfrelsi og almenn mannréttindi hafa fengið byr undir báða vængi þessa dagana og ekki bara hér á okkar vindasömu og votu eyju. Hinumegin á hnettinum, í Buenos Aires, voru í síðustu viku samankomin úti á götu að minnsta kosti 200.000 konur og karlar undir merkinu #EKKI EINNI FÆRRI (#NIUNAMENOS)[1]. Atburðurinn breiddi úr…

Tálmörkun tilvísunarhlutverka

Höfundur: Katrín Harðardóttir Af og til skýtur upp kollinum umræða um það hvernig kyn birtist í tungumálinu og hvernig beri að vísa í og titla einstaklinga. Oft skapast litrík skoðanaskipti um annaðhvort nauðsyn eða óþarfa þess að tryggja sýnileika kvenna í töluðu sem og rituðu máli. Oftar en ekki virðist bera á hreinu skilningsleysi hvað varðar þennan…

Til hamingju Stígamót með aldarfjórðunginn!

Höfundur: Ritstjórn Árið 1990, nánar tiltekið þann 8. mars, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, voru grasrótarsamtökin Stígamót stofnuð. Samtökin eru því orðin 25 ára og þá er ekki úr vegi að rifja upp tilurð samtakanna og fagna því sem hefur áorkast með tilkomu þeirra. Árið 1989 ákváðu konur úr ýmsum kvennasamtökum að helga daginn baráttunni gegn…

Hin sagan af Rósu Parks

Höfundur: Ritstjórn Söguna af Rósu Parks þekkjum við flest og höfum líklega öll lesið um lúnu, svörtu saumakonuna sem vildi ekki gefa eftir sætið sitt svo hvítur karlmaður gæti ferðast þægilega á sitjanda sínum. En fleira bjó að baki en þreyta einnar manneskju eftir erfiðan vinnudag og meinta röð tilviljana, sem leiddu til vitundarvakningar og…

Dúkkuheimili dagsins í dag

Höfundur: Katrín Harðardóttir Þegar Ibsen skrifaði Dúkkuheimilið skapaði hann um leið nútímatragedíuna og gaf evrópsku leikhúsi nýja vídd með siðferðislegum undirtón og sálfræðilegri dýpt, með ást og dauða, hlátri og gráti, brestum og svikum og loks hreinsandi uppgjöri, allt innan veggja hins borgaralega heimilis. En það er ekki einungis á sviði leikhússins sem verk hans eru…