Lokaræðan yfir Strauss-Kahn

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Málflutningi lauk í gær í réttarhöldum yfir Dominique Strauss-Kahn og félögum hans sem ákærðir voru fyrir að reka vændishring og skipuleggja veislur með aðkeyptu „efni“ eins og vændiskonurnar voru kallaðar í smáskilaboðum milli hinna ákærðu. Lokaræða saksóknara varðandi aðild Strauss-Kahn að málinu er af ýmsum talin varnarræða og þótt saksóknari hafi strax…

Hver er munurinn á því að borga eða fá eitthvað ókeypis?

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Einhvern tíma heyrði ég sögu af manni sem hafði óskaplegar áhyggjur af því þegar strætókerfið á Akureyri varð ókeypis, vegna þess að við það missti hann stöðu viðskiptavinar sem hefði réttmætar kröfur á hendur þjónustunnar. Það er eflaust eitthvað til í þessu hjá manninum, það er að vissu leyti skiljanlegt að…

Afrekskona fær fálkaorðu

Höfundur: Kristín Jónsdóttir 1. janúar 2015 var Sigrún Huld Hrafnsdóttir sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fæddist 12. janúar 1970, dóttir hjónanna Kristínar Erlingsdóttur og Hrafns Magnússonar. Hún ólst upp í Seljahverfinu og gekk í Öskjuhlíðarskóla til 18 ára aldurs. Hún vinnur hjá Nóa Síríus…

16. desember í jóladagatalinu er … Olympe de Gouges

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Marie Gouze fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum. 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París, sem átti í viðskiptum við sláturhús Gouze fjölskyldunnar. Hann…

6. desember í jóladagatalinu er… Marguerite Durand

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Marguerite Durand (1864-1936)   Marguerite Durand lærði leiklist og var ráðin í Þjóðleikhúsið, Comédie Française, þar sem hún var iðulega sett í hlutverk barnslega sakleysingjans. Árið 1888 yfirgaf hún leikhúsið og hellti sér út í blaðamennsku og pólitík, við hlið nýbakaðs eiginmanns, sem hún skildi við þremur árum síðar. Eftir skilnaðinn fékk…

1. desember í jóladagatalinu er …Niki de Saint Phalle

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Niki de Saint Phalle (1930 – 2002)   Niki de Saint Phalle var fjölhæf listakona sem vann með málverkið, skúlptúra og gerði kvikmyndir. Hún var sjálflærð í listinni, innblásin af Gaudí eins og leynir sér ekki í verkum hennar. Verk eftir hana má finna víða, hún á heiðurinn af Stravinsky gosbrunnunum við…

Ég og fitan mín

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Ef eitthvað gagn er í því að eiga vini, er það sá eiginleiki vinar að geta til vamms sagt og komist upp með það. Svo ég missi mig í metafórurnar: Góður vinur getur haldið spegli fyrir framan þig og pínt þig til að horfa í hann og sjá allt. Góður vinur getur…