16. desember í jóladagatalinu er … Olympe de Gouges

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Marie Gouze fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum. 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París, sem átti í viðskiptum við sláturhús Gouze fjölskyldunnar. Hann…

6. desember í jóladagatalinu er… Marguerite Durand

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Marguerite Durand (1864-1936)   Marguerite Durand lærði leiklist og var ráðin í Þjóðleikhúsið, Comédie Française, þar sem hún var iðulega sett í hlutverk barnslega sakleysingjans. Árið 1888 yfirgaf hún leikhúsið og hellti sér út í blaðamennsku og pólitík, við hlið nýbakaðs eiginmanns, sem hún skildi við þremur árum síðar. Eftir skilnaðinn fékk…

1. desember í jóladagatalinu er …Niki de Saint Phalle

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Niki de Saint Phalle (1930 – 2002)   Niki de Saint Phalle var fjölhæf listakona sem vann með málverkið, skúlptúra og gerði kvikmyndir. Hún var sjálflærð í listinni, innblásin af Gaudí eins og leynir sér ekki í verkum hennar. Verk eftir hana má finna víða, hún á heiðurinn af Stravinsky gosbrunnunum við…

Ég og fitan mín

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Ef eitthvað gagn er í því að eiga vini, er það sá eiginleiki vinar að geta til vamms sagt og komist upp með það. Svo ég missi mig í metafórurnar: Góður vinur getur haldið spegli fyrir framan þig og pínt þig til að horfa í hann og sjá allt. Góður vinur getur…

LA MANIF POUR TOUS VERÐUR TIL

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Þegar François Hollande tók við forsetaembætti í Frakklandi í apríl 2012, var tillaga um leiðréttingu á hjónabandslögum eitt af fyrstu frumvörpum nýrrar ríkisstjórnar hans, í samræmi við kosningaloforð þar að lútandi. Þótt margir fögnuðu þessum umbótalögum, reis samstundis sterk bylgja gegn frumvarpinu. Lagafrumvarpið var kallað Mariage pour tous, eða Hjónaband fyrir alla.…

Fjallkonan fríð

Fósturlandsins Freyja,fagra Vanadís,móðir, kona, meyja,meðtak lof og prís!Blessað sé þitt blíðabros og gullið tár;þú ert lands og lýðaljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson)   Engin kvenmynd er tengdari íslensku þjóðarsálinni en „Fjallkonan fríð“, eins og Bjarni Thorsteinsson nefndi hana í ljóði í upphafi nítjándu aldar og sem mörgum þykir best lýst í ljóði Matthíasar hér…

Viðjar vanans

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Í gær deildi ég tengli á blogg sem ég rakst á og sem hressti mig við. Þar talar kona beint úr pokanum gegn kvenfyrirlitningarbröndurum á vinnustað sínum. Þegar ég las bloggið tók ég ekkert sérstaklega eftir nafni læknisins sem fjallað er um, en honum finnst víst allt í lagi að segja niðrandi…

Forréttindafrekjur og annað baráttufólk

Höfundur: Kristín Jónsdóttir Þótt fjölmiðlar hafi enn ekki áttað sig þekkja flestir vávarann **VV** sem er notaður til að vara fólk við því að það sem á eftir kemur gæti vakið upp slæmar minningar og valdið því að það endurupplifir slæma reynslu. Mig langar að hafa einhvers konar vávara hér. Hann er þó ekki sambærilegur…

Ákall um afnám vændis í Frakklandi

Frá því var sagt hér á knúz.is í ágúst 2012, að þrýst væri á frönsk stjórnvöld um að taka upp afnámsstefnu vændis í Frakklandi. Í vor lofaði kvenréttindaráðherra, Najat Vallaud-Belkacem, frumvarpi til laga um þetta mál með haustinu. Á föstudaginn birtist yfirlýsing frá hópi stjórnmálamanna úr öllum flokkum, sem hafa tekið afstöðu með afnámsstefnunni. Hér…

Yfirlýsing

Við á Knúz.is og önnur undirrituð fordæmum niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012. Þar voru fjórar manneskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa sannanlega þröngvað fingrum inn í endaþarm og leggöng brotaþola og veitt honum áverka. Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði…