Svo sem vér og fyrirgefum

Kristín Vilhjálmsdóttir skrifar: Þegar ég var barn tíðkaðist að láta þolendur eineltis „fyrirgefa“ kvölurum sínum, oft frammi fyrir skólastjóra eða öðrum þeim sem valdið höfðu (ég ætla bara rétt að vona að börn þurfi ekki að þola þetta óréttlæði nú til dags). Slík fyrirgefning, knúin fram af valdboði þeirra fullorðnu, var auðvitað vita marklaus, og…

Af kynfrelsi og sviðslistum

Höfundar: Katrín Harðardóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir Þetta hefur heldur betur verið hressandi helgi á veraldarvefnum og æsispennandi að sjá hver heldur með hverjum, eftir að Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni hans Gísla Marteins í sjónvarpi allra landsmanna. Er gjörningur dætranna réttlætanlegur og er Ágústa Eva tepra, eða var hún í…

Klisjulaus kvenleiki

Höfundar: Herdís Schopka og Kristín Vilhjálmsdóttir Borgarleikhúsið sýnir nú nýtt íslenskt leikrit, Hystory, eftir Kristínu Eiríksdóttur. Knúzið brá undir sig betri fætinum og skellti sér í leikhúsið, enda ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikverk eftir konu er sett á svið í öðru höfuðleikhúsa þjóðarinnar. Hystory er saga úr samtímanum og fjallar um þrjár konur…

Soldið hysterísk týpa

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir: „Mikið óskaplega ertu heppin að fá ekki túrverki, þú bara veist ekki hvað það er mikil blessun,“ sagði mamma við mig kornunga. Og jú, vissulega þakkaði ég fyrir að fá ekki túrverki eins og sumar vinkonur mínar og fyrir að vera ekki með óreglulegar blæðingar og bara almennt fyrir að ganga eins…

Mannósíur og gælonsokkabuxur

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir „Við sjáum fyrir okkur þann dag þegar karlmenn geta klæðst því sem þeir vilja, en ekki bara því sem þeim er sagt að klæðast og til að ná þessu munum við leggja okkur fram við að hanna og framleiða flíkur sem frelsa nútímakarlmenn frá hefðbundinni karlmannatísku.“ Einhvern veginn svona hljómar yfirlýsing fyrirtækisins…

Sjö aðferðir til að skaða framtíðarhorfur dætra okkar

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir   Einn góðan veðurdag viltu sjá dóttur þína, frænku, guðdóttur og litlu dóttur besta vinar þíns eða vinkonu fullorðnast og geta valið um að verða slökkviliðskona, rithöfundur, Ólympíugullhafi í boxi, liðþjálfi, frægur kokkur, forseti … eða hvað annað sem hana lystir. Og þú vilt að hún fái greitt nákvæmlega jafnmikið fyrir sömu…

Yfirlýsing

Við á Knúz.is og önnur undirrituð fordæmum niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012. Þar voru fjórar manneskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa sannanlega þröngvað fingrum inn í endaþarm og leggöng brotaþola og veitt honum áverka. Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði…

Hismi og kjarni

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir ,,Leikkonan Angelina Jolie var brosmild þegar hún var viðstödd sýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood and Honey í London í fyrradag en hún leikstýrði myndinni.Ástæða samkomunnar og sýningarinnar var opinbert átak gegn kynferðislegu ofbeldi þar sem leikkonan ræddi við utanríkisráðherra Bretlands,William Hague, og fleira fólk. Sjá Angelinu betur í myndasafni.“ Þetta mátti lesa á Vísi í…

Ekki þessi leiðindi

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir Það er aldeilis hressileg umræðan þessa dagana. DV egnir hverja beituna á fætur annarri fyrir femínista og Morgunblaðið hefur einnig nýlega lagt sitt af mörkum við að kveða þessa vitlausu og leiðinlegu femínista í kútinn. Konum er legið á hálsi fyrir að standa ekki saman — eins og karlar gera alltaf í…