Opið bréf til Facebook

Samtökin Women, Action & the Media hafa birt opið bréf til Facebook þar sem sett er fram krafa um að samfélagsmiðillinn sporni við og banni dreifingu á efni sem hvetur til ofbeldis gegn konum. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir úr ritstjórn Knúz.is hafa snarað bréfinu og birtist það hér á íslensku. Knúz.is hvetur…

Yfirlýsing

Við á Knúz.is og önnur undirrituð fordæmum niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012. Þar voru fjórar manneskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa sannanlega þröngvað fingrum inn í endaþarm og leggöng brotaþola og veitt honum áverka. Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði…

„Hún skrifaði það ekki … Hún skrifaði það en hún hefði ekki átt að skrifa það … Hún skrifaði það EN …“

Tólf árum eftir dauða Guðnýjar Jónsdóttur rann ritstjórum Norðurfara, Gísla Brynjólfssyni og Jóni Þórðarsyni (síðar Thoroddsen), blóðið til skyldunnar að skrifa um hana eftirmæli: FLESTUM mönnum á íslandi mun vera kunnug hin hriggilega saga þessarar merkiskonu og skálds. Hennar hefur áður verið minnst í þriðja ári Fjölnis, og er þar prentað eitt af kvæðum hennar,…

Sjálfstraust

„Er traustvekjandi að sækja um starf þar sem lofað er jafnréttisstefnu um jafnan hlut kynja í störfum, konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um? Svolítið einsog að segja; við ætlum að eiginlega að ráða konu óháð hæfileikum af því að það eru svo margir karlmenn sem ráða í heiminum, takk samt,“ sá…

Skjól til sölu, kostar eina tölu

Þið vitið það vonandi öll, að núna stendur yfir söfnunarátak til að styrkja Kvennaathvarfið. Víða er hægt að kaupa fagurlita tölu og málefnið er svo sannarlega þarft. Starfsemin er fyrir löngu búin að sprengja utan af sér núverandi húsnæði, enda dvelja fjölmargar konur árlega í athvarfinu, auk allra barnanna sem fá þar skjól með mæðrum…

Það sem má og ekki má

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir Myndin er fengin að láni héðan Skoðanakúgun femínista og almennur yfirgangur hefur verið mörgum innblástur til að stinga niður penna síðustu mánuði og ár og jafnvel lengur. Skeleggir baráttumenn fyrir frelsi einstaklingsins hafa verið óþreytandi við að benda á kvenrembuna og ískyggileg ítök þessarar samstilltu öfgahreyfingar á öllum sviðum mannlífsins, jafnvel…

Alvöru karlmenn

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir Ég þýddi um daginn bloggpistil sem ég kallaði „Alvöru konur“ á okkar ástkærra ylhýra en fór uppúr því að velta fyrir mér hverjir séu eiginlega „alvöru karlmenn“. Nú er ég svo gömul sem á grönum má sjá, eins og karlinn sagði í þjóðsögunni, en var samt ekki alveg viss um hugtakið.…

Af puntudúkkum og axjónhetjum

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir Mynd af http://www.etsy.com/ Best ég játi það strax: Ég lék mér ekki sérlega mikið að dúkkum þegar ég var lítil. Ég átti fullt af þeim, enda eina stelpan í systkinahópnum fyrstu níu ár ævinnar. Ég átti venjulegar dúkkur, dúkkustrák (þeir voru sjaldgæfir, dúkkur voru yfirleitt kvenkyns) í grænum stuttbuxum og með…

Kjarni umræðunnar

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir Konur mega selja sig í vændi af því að þær ráða sjálfar hvað þær gera við líkama sinn – en þær mega ekki vera feitar af því að það er ógeðslegt. Konur mega leigja út legið á sér í staðgöngumæðrun af því að þær ráða sjálfar hvað þær gera við líkama…