Á vændisbraut

Í Kveik á þriðjudagskvöldið var fjallað um vændi í Reykjavík og rætt bæði við þolendur og gerendur. Að vanda var þess gætt vel að vændiskaupendur þekktust ekki, röddum var breytt, myndir voru brenglaðar og þeir nutu sömu nafnleyndar og friðhelgi og fyrir dómstólum. Rúmlega 40 manns hafa fengið dóm fyrir vændiskaup og greitt sekt fyrir…

Losnað úr ofbeldissambandi

María Hjálmtýsdóttir skrifar: Ég var að enda við að átta mig á hvað það er sem veldur því að ég fæ mig varla lengur til að lesa eða hlusta á nokkurn einasta hlut sem er að gerast á vegum ríkjandi stjórnvalda þessa dagana. Fréttirnar vekja hjá mér sömu ónotatilfinningar og ég upplifði þegar ég var…

Femínískur áramótaannáll

Á árinu sem er að líða hefur jafnréttisumræðan hérlendis óneitanlega verið sýnileg og virk og er um auðugan garð að gresja á vettvangi femínismans þegar litið er um öxl. Ritstjórn Knúzins leitaði til vel valinna femínista og óskaði eftir uppástungum um mikilvægustu og áhugaverðustu feminísku uppákomur ársins. Það er vitanlega óvinnandi vegur að skrifa tæmandi…

Mörkin

**VV** Ég var 16 að verða 17 þegar ég fór í Þórsmörk með vinkonum mínum um verslunarmannahelgi. Við tjölduðum í Húsadal og drukkum Malibu í ananasdjús, gin í greip og Southern Comfort. Svo ráfuðum við um hrikalega hressar og spjölluðum við alla þá sem á vegi okkar urðu. Svona eins og gert er við slíkar…

Allir sér skemmta í dalnum

***VV*** Nú nálgast verslunarmannahelgin og eflaust margir farnir að hlakka til ferðalaga og samveru með ástvinum á fjölskylduhátíðum víða um land. Ein mest sótta og vinsælasta hátíðin er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Margir hafa orðið til að fjalla um hátíðina í ræðu og riti enda ein helsta skrautfjöður Vestmannaeyinga og ógleymanleg þeim sem þangað rata. Við…

Takk, stelpur

Höfundur: María Hjálmtýsdóttir „Konur eru konum verstar“ er setning sem hefur dúkkað upp reglulega við hin ýmsu tækifæri frá því ég man eftir mér og ég man eftir mér alveg frá nítjánhundruð-sjötíuogeitthvað. Setningin sem slík er þó mun eldri og útjaskaðri en ég sjálf. Nú skal viðurkennast að uppruna hennar, sögu eða upphaflega meiningu hef…