Heilræði handa karlmönnum

Helga Vala Garðarsdóttir ávarpar karlmenn: Í ljósi atburða undanfarinna daga get ég vel skilið að karlmenn séu óöruggir um hvað má og má ekki gera í kringum konur til að vera ekki ranglega sakaðir um nauðgun/áreitni. En engar áhyggjur karlmenn, ég er með ágætis lista yfir hvað þið getið gert til að halda ykkur öruggum!…

Réttindabarátta trans fólks

Ugla Stefanía skrifar: Femínísk barátta eða kvennabarátta hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarna áratugi. Hún hefur færst frá því að einblína eingöngu á borgaraleg réttindi ákveðinna kvenna yfir í mun víðtækari hugmyndafræði sem spannar óteljandi málefni er tengjast kynjuðum veruleika. Ein af þeim víddum sem kvennabaráttan og femínískar hreyfingar hafa þurft að takast á við varðar…

Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL

Fréttatilkynning: Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Hættum að breyta konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreiti, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á…

Svo sem vér og fyrirgefum

Kristín Vilhjálmsdóttir skrifar: Þegar ég var barn tíðkaðist að láta þolendur eineltis „fyrirgefa“ kvölurum sínum, oft frammi fyrir skólastjóra eða öðrum þeim sem valdið höfðu (ég ætla bara rétt að vona að börn þurfi ekki að þola þetta óréttlæði nú til dags). Slík fyrirgefning, knúin fram af valdboði þeirra fullorðnu, var auðvitað vita marklaus, og…

Stöðvum staðgöngumæðrun áður en það er um seinan

Kajsa Ekis Ekman skrifar: Hvað eiga Elton John, Sarah Jessica Parker, Ricky Martin og Nicole Kidman sameiginlegt? Að mati glanstímaritsins Glamour Magazine er svarið við því að öll eignuðust þau börn með hjálp staðgöngumóður. Og svona fréttum fylgja undantekningarlaust ljósmyndir af pörum með börnin sín í fanginu, ljómandi af gleði. Ég hefði aðspurð svarað öðruvísi:…

Úr orðabók kvenhatara

Við sem horfðum á HáEmmið í sumar, tókum eftir tilþrifum Neymars í liði Brasilíu. Varla mátti koma við kappann því hann féll við minnstu snertingu, kútveltist eins og lundabaggi og spriklaði þess á milli sem fiskur á öngli. Stundum náði hann að fiska aukaspyrnu út á tilburðina en yfirleitt sáu dómarar gegnum eymingjaskapinn og létu…

Samtök Gunnars Kristins Þórðarsonar

Forsaga Fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stofnuðu nokkrir karlar Karlalistann og fóru mikinn á samfélagsmiðlum um tíma. Þeir töluðu aðallega illa um konur og hötuðu mest femínista og sökuðu þá um margt misjafnt. Um svipað leyti voru birt skjöl úr lokuðum hópi femínista á Facebook þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hafði lækað nokkrar athugasemdir.…