Ekki fóðra tröllið…

Langar þig til að ræða fóstureyðingar? -Nei. Þetta minnir mig á samkvæmi sem ég fór í í fyrra. Ég var að spjalla við nokkrar vinkonur mínar og einhver sagði eitthvað sem óbeint gaf í skyn að karlremba væri til. Einhver ómerkileg frásögn af grundvallarstaðreyndum daglegs lífs flestra kvenna. Eitthvað svo smávægilegt, svo óumdeilt, svo hversdagslegt…

Minningargrein um Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur (f. 8.nóvember 1955, d. 2. apríl 2019)

SPI:  „Komdu sæl, ég heiti Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. Þakka þér fyrir.“ Með þessum stuttu upphafsorðum í ágústmánuði árið 2010 hófust kynni okkar Sigrúnar Pálínu. Ég hafði daginn áður skrifað grein í blöðin, þar sem ég lagði til að skipuð yrði óháð rannsóknarnefnd um „biskupsmálið“ svonefnda Ég hafði aldrei talað við hana áður, en auðvitað vissi…

Huliðsgáfur og haugtussur

Í fyrra var ég á gangi nálægt konungshöllinni í Osló. Var mér þá gengið fram á götuskilti sem mér þótti nýstárlegt, því að á því stóð Haugtussa. Íslendingnum þótti þetta undarlegt orð til að deila á skiltum og lagðist því í nokkrar orðsifjarannsóknir á norskum tussum. Tussuvegir og Tussugötur finnast í flestum bæjum í Noregi…

Píkudýrkun hér og þar

Í tilefni af leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag, ritaði Sigga Dögg kynfræðingur, þennan pistil: „Ég beið eftir þessu. Ég vissi ekki hver mundi skrifa hann en ég vissi að hann kæmi. Píkudýrkun – og hvað með það? Píkudagar Háskóla Íslands buðu upp á allskyns viðburði tengda píkunni, og því ber að fagna. 🖕Það…

Nauðgarinn í fræðiritinu

Brock Turner var nemandi við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum.  Hann nauðgaði rænulausri konu á bak við sorpgám á skólalóðinni og var staðinn að verki, eltur uppi, handtekinn og kærður. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er 14 ár en saksóknari fór fram á sex ára fangelsi.  Dómarinn lét…

Fóstur fer í mál

Við erum vön því úr bandarískum lögfræðidramaþáttum að sjá alls konar mál tekin fyrir sem stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Okkur finnst útilokað að sjá svona mál fyrir dómstólum í raun og veru. En raunin er önnur eins og þessi frásögn femíníska rithöfundarins Jill Filipovic sýnir: „Í Alabama hefur karlmaður höfðað mál vegna þess sem hann…

Á vændisbraut

Í Kveik á þriðjudagskvöldið var fjallað um vændi í Reykjavík og rætt bæði við þolendur og gerendur. Að vanda var þess gætt vel að vændiskaupendur þekktust ekki, röddum var breytt, myndir voru brenglaðar og þeir nutu sömu nafnleyndar og friðhelgi og fyrir dómstólum. Rúmlega 40 manns hafa fengið dóm fyrir vændiskaup og greitt sekt fyrir…

Gaslýsing

Gasljós er leikrit sem gerði höfundinn Patrick Hamilton vellauðugan. Það var frumsýnt í London 1938 og fékk einróma lof. Hinn þekkti leikari Noël Coward dáði það. Georg VI bauð konu sinni í leikhúsið. Bretar gerðu kvikmynd eftir því 1940 og fjórum árum síðar kom Hollywood-gerðin með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Þegar varla var hvíslað um heimilisofbeldi,…

Mikilvægt fordæmi Emmu Thompson

Emma Thompson sagði upp vinnu sinni við myndina Luck á dögunum og ritaði í framhaldinu bréf til teiknimyndafyrirtækisins Skydance um ástæður sínar. Í bréfinu leggur hún fram nokkrar spurningar sem varða ábyrgð og skyldur valdafólks í kvikmyndabransanum og hvernig bregðast skuli við metoo-hreyfingunni. Ástæðan uppsagnar Emmu Thompson er að John Lasseter var ráðinn að verkefninu,…

Á ekki að segja frá?

Að gefnu tilefni: Árið er 1967. Ung stúlka verður fyrir áreitni kennara síns. – Hún talar við vinkonu sína – sem ræðir við bekkjarfélagana og þeir rísa upp stúlkunni til varnar, svo hún þarf ekki lengur að sitja eftir. – Þegar vinkona mín kemur fram með sögu sína og hún gerir það undir nafni, kannast…