Morfydd Owen

Sigríður Pétursdóttir skrifar: Árið 1891 fæddist stúlkubarn í Wales og var nefnd Morfydd Llwyn Owen. Sagan segir að þessi fallega hnáta hafi verið farin að syngja áður en hún gat myndað setningar, og í fyllingu tímans varð hún bæði söngkona og tónskáld. Morfydd lést fyrir aldur fram, skömmu fyrir 27 ára afmælisdaginn sinn, en þrátt…

Í minningu Jo Cox

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Þingkona breska Verkamannaflokksins, Jo Cox, var myrt í gær 16. júní  á leið á fund með kjósendum í Birstall. Jo Cox var smávaxin og skelegg kona með stórt hjarta, miklar hugsjónir og vilja til að bæta heiminn. Hún var skoðanaglöð, ákveðin, fyndin og hlý. Einkennandi og smitandi hlátur hennar er mörgum minnisstæður. Að…

Rýr hlutur kvenna í breskri kvikmyndagerð

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Ég heiti „John Smith“ og ef ég verð ekki búinn að sofa hjá þér þegar vikan er liðin er ég ekki „John Smith“. Í pallborði um hlut kvenna í breskri kvikmyndagerð, sl. þriðjudagskvöld, sagði fulltrúi WIFT í Bretlandi að sennilega hefðu flestir í salnum heyrt um frægan breskan leikstjóra, sem kynnti sig…

Suffragette, Meryl og rotnu tómatarnir

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Kvikmyndin Suffragette opnaði kvikmyndahátíðina í Lundúnum í gærkvöldi (sl. miðvikudagskvöld). Undanfarin ár hef ég fylgst með gerð myndarinnar og varla getað beðið eftir að sjá hana. Myndin fjallar um baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti í upphafi síðustu aldar. Ég vissi lítið meira um súfragetturnar en að baráttan hefði verið hörð, þær hefðu brotið rúður, sprengt…

Berleggjuð dama á sextugsaldri

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Á laugardag var hitasvækja í Lundúnaborg, ég þvældist um í stuttbuxum og bol en fór svo heim og auðvitað beint í tölvuna. Áður en ég kæmi mér að vinnu kíkti ég á Facebook. Við mér blöstu statusar frá fjölda hlaupara á Menningarnótt og án þess að spá frekar í það tók ég…

Scarlet og „skömmin“

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Scarlet er eldhress og skemmtileg ung kona á öðru ári í háskólanámi. Hún elskar djammið og nýtur þess að stunda kynlíf með kærustum sem koma og fara. Þar til hún hittir Daníel. Hann er sá fyrsti sem Scarlet verður ástfangin af og lífið er gott.  Dag nokkurn breytist allt. Hún vaknar timbruð…

Irna Phillips – móðir sápuóperunnar

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Leiðarljós, eða Guiding Light eins og þáttaröðin heitir á frummálinu, var vinsælt sjónvarpsefni á Íslandi árum saman. Þótt margir skammist sín fyrir að horfa á sápur, og sverji það jafnvel af sér, á Leiðarljós sér langa og merkilega sögu sem vert er að halda til haga. Upphaf þáttaraðarinnar má rekja allt til…

Maðurinn hennar Sophie Hunter

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir   Þau giftu sig á Valentínusardaginn og aðfaranótt mánudags sat hún prúðbúin og brosmild við hlið eiginmannsins meðan þau biðu eftir að heyra hvort nafnið hans yrði kallað upp þegar tilkynnt var hver fengi Óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki. Hún heitir Sophie Hunter og er afar glæsileg kona, sem yfirleitt er…

Tess Holliday stækkar rammann

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Hversu oft hafið þið ekki hrist hausinn yfir fréttum af fyrirsætum í svokallaðri yfirstærð? Já, ég hélt það! Með fréttunum birtast svo myndir af ósköp venjulegum konum sem klæðast flíkum í þeim númerum sem flestar konur nota samkvæmt ótal rannsóknum, eða 14 -16. Lengi var því haldið fram af þeim sem hanna…