Femínismi fyrir konur? Hann fyrir hana? Hver gerir hvað fyrir hvern? -og örlítið í upphafi um versta máltæki í heimi
Höfundur: Sóley Tómasdóttir Einu sinni skrifaði ég pistil um fórnarlambsvæðingu undir titlinum Versta hugtak í heimi. Versta máltæki í heimi, “konur eru konum verstar” er svo slæmt að það verðskuldar ekki heilan pistil. Máltækið er ekki bara alrangt, heldur úthugsað. Það er til þess gert að sundra konum, koma í veg fyrir kvennasamstöðu og draga…