Miðaldir herja á pólskar konur

Í dag, mánudaginn 3. október, munu þúsundir pólskra kvenna leggja niður vinnu, láta heimilisstörfin sitja á hakanum, klæðast svörtu og mæta til mótmæla. Megi þær verða sem flestar, því tilefnið er ærið. Fyrir pólska þinginu liggur nefnilega lagafrumvarp ættað aftan úr grárri forneskju, um bann við fóstureyðingum. Einungis ein undantekning við því banni er boðuð,…

Frjálsar fóstureyðingar í augsýn?

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir Í desember síðastliðnum kom fram í viðtali við heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson að hann hygðist endurskoða löggjöf um fóstureyðingar, en núverandi löggjöf er frá árinu 1975. Yfirlýsing ráðherrans kemur í kjölfar aukinnar umræðu um rétt kvenna til fóstureyðinga, en þar til fyrir um tveimur til þremur árum var lítil umræða um þau…

Fóstureyðingar í almannarýminu

Höfundar: Steinunn Rögnvaldsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir Í september 2015 birtist myllumerkið #ShoutYourAbortion í fyrsta sinn. Tilefnið var að samtökin Planned Parenthood þurftu að verjast tilraunum íhaldssamra stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, en þeir reyndu að skerða aðgengi kvenna að fóstureyðingum með því að takmarka fjárframlög til Planned Parenthood. Síðan myllumerkið birtist fyrst hafa þúsundir tíst frásögnum…

Feminísk aðgerð eða úlfur í sauðagæru? Bann við fóstureyðingum á grundvelli kyns fósturs

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir   Í Bretlandi og Ástralíu hefur nú í nokkur ár átt sér stað umræða um fóstureyðingar á grundvelli kyns fósturs. Mannfjöldatölfræði bendir sterklega til að slíkar fóstureyðingar eigi sér stað í löndum á borð við Kína og Indland, þar sem umtalsvert fleiri drengir fæðast heldur en stúlkur. Þessi skekkja getur haft ýmis…

Frjálst, en skammarlegt?

Höfundur: Ritstjórn, Silja Bára Ómarsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir Fóstureyðingar – rétturinn til þess að binda enda á óæskilega þungun og sú ákvörðun að nýta sér þann rétt – eru mál sem sjaldan er rætt í samfélaginu og virðist vera einhvers konar tabú. Flestir eru sammála um að rétturinn til löglegra, öruggra fóstureyðinga er einn af hornsteinum…

Ef Steinar Bragi væri kona

 Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir **Efnisvísun í skáldsöguna Kötu (e. spoiler)**    **Vávari (e. trigger warning)** „Mannréttindi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mannkyns: karla. Þeir tala um frelsi, réttlæti og bræðralag en á þessu veisluborði hugmyndanna njótum við konur bara brauðmolanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað,…

Frjálst val eða þvingað

Höfundar: Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur Reynsla kvenna af fóstureyðingum er upplifun sem sjaldan er talað um. Almenna umræðan er á þann veg að engin kona vilji fara í fóstureyðingu. Þess vegna loðir það gjarnan við alla umræðu um fóstureyðingar að þær séu neyðarúrræði. Það þurfi alltaf að vera hræðilegir erfiðleikar sem knýja…

Femínískur áramótaannáll

Á árinu sem er að líða hefur jafnréttisumræðan hérlendis óneitanlega verið sýnileg og virk og er um auðugan garð að gresja á vettvangi femínismans þegar litið er um öxl. Ritstjórn Knúzins leitaði til vel valinna femínista og óskaði eftir uppástungum um mikilvægustu og áhugaverðustu feminísku uppákomur ársins. Það er vitanlega óvinnandi vegur að skrifa tæmandi…

Að vera eða vera ekki… með bolta? Um viðhorf íþróttafréttamanna til íþróttakvenna

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir Þann 28. desember 2013 útnefndu Samtök íþróttafréttamanna íþróttamann ársins í 58. sinn. Titilinn hlaut Gylfi Þór Sigurðsson, liðsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham. Í öðru sæti í kjörinu varð ung frjálsíþróttakona sem varð á árinu heimsmeistari og Evrópumeistari í sinni grein (800 metra hlaupi), Aníta Hinriksdóttir. Ljóst er að…

Ungfrú Meðfærileg og ungfrú Spök

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir Forsíðufrétt vísis.is þegar ég vaknaði sunnudaginn 8. september bar titilinn: „Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir?“. Fréttin kom undirritaðri lítið á óvart, enda hafði blaðakona Vísis hringt í mig á laugardagskvöldi til að biðja um viðbrögð mín við því að einhver heimasíða tengd Ungfrú Heimur væri með böggum hildar yfir því að femínistar væru…