Skjól, skart og þjóðerni – kvikmyndagagnrýni

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Í daglegu máli á hugtakið búningur við um klæðnað sem fólk klæðist til að leika hlutverk, hvort sem það er tengt starfi (sbr. lögreglubúningur) eða leik. Íslenski þjóðbúningurinn hefur mér því alltaf fundist bera nafn með rentu þó að mér hafi fundist óljóst hvaða hlutverk fylgir búningnum. Hann tengist þó óneitanlega…

Forréttindaforeldrar og sameiginlegu sjóðirnir

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Dagvistun fyrir börn er eitt elsta baráttumál kvennahreyfingarinnar. Um miðja tuttugustu öldina (á tímum þegar ein fyrirvinna nægði og viðeigandi þótti að konur væru heimavinnandi) var dagvistun aðeins í boði fyrir börn einstæðra mæðra en með aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna, sérstaklega Kvennalistanum, jókst framboðið svo hérlendis var dagvistun orðin almenn á tíunda…

Kæri Rúnar Helgi

Höfundar: Þóra Kristín Þórsdóttir og Kristín Jónsdóttir Í Kjarnanum í fyrradag (27. jan) birtist eftir þig pistill undir heitinu “Útvistun uppeldis”, þar sem þú viðrar áhyggjur þínar af hlutverki stofnana í uppeldi íslenskra barna, sem þér finnst vera orðið svo veigamikið að þú jafnvel spyrð þig „hvort þessar stofnanir séu orðnar að eins konar munaðarleysingjahælum“. Það…

Föst í spíral

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Sjúkraliðafélag Íslands og SFR, starfsmannafélag í almannaþjónustu, eru nú líklega á leið í verkfall og náði RÚV í heilbrigðisráðherra í gær vegna málsins. Hann hafði þetta að segja: „Þetta er hvimleitt, þetta er þungt og þetta gerir ekkert annað en veikja stoðir heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þetta er einhver spírall sem við…

Lögleiðing staðgöngumæðrunar: 6 einföld skref

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Ímyndum okkur að stjórnmálaafl hafi áhuga á að lögleiða staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni en fyrir því sé andstaða í viðkomandi þjóðfélagi. Hvernig gæti aflið komið því til leiðar? Það er einfalt: skref: Að koma umræðunni af stað. Staðgöngumæðrun, bæði launuð og ólaunuð, tíðkast víða en hefur á sér slæmt orð. Því er…

Ný þörf verður til

Eins og vikið er hér að ofan er hvergi í umræðunni litið á málið út frá hagsmunum hins mögulega verðandi barns og á því er einföld skýring. Í þessari mynd er barnið nefnilega ekki einstaklingur heldur vara, sem kannski er keypt og seld, en í öllu falli framleidd í öðrum líkama og svo fengin öðrum til lífsfyllingar.

Tíminn og húsmæðraorlofið

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir „Margar konur eru þannig settar, að þær hafa enga möguleika til þess að fá orlof, hvíld eða hressingu, jafnvel þótt heilsan sé í veði. Veldur því ýmist fátækt, ómegð, óregla mannsins, eða aðrar ástæður. Það er þjóðfélagsmál, að fyrir þær konur, sem svo stendur á um, sé eitthvað gert, að þær…

Áminning vegna útihátíða

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir **VV**/ **TW** Fjallað um nauðganir. Nýverið féll dómur í nauðgunarmáli en umrædd (meint) nauðgun átti sér stað á útihátíð. Meintur gerandi var sýknaður. Án þess að tekin sé efnisleg afstaða til þessa tiltekna máls hér er þessi dómur mjög mikilvæg áminning, nú við upphaf útihátíðatímabilsins. Dómurinn er nefnilega ekki aðeins dæmi um…