Virðingarstiginn og verkföllin

Höfundar: Atli Þór Fanndal og Ingimar Karl Helgason Verkfall lækna fyrir nokkrum mánuðum og verkfall félaga í BHM á Landspítalnum eru ekki ólík fyrirbæri. Vinnustaðurinn sá sami og viðsemjandinn, launagreiðandinn. Í báðum tilvikum hafa verkfallsaðgerðir haft miklil áhrif á starfsemi Landspítalans. Framkvæmd verkfallanna er ólík. Þau eru á ólíkum tíma árs. Læknar og félagar í…

Tálmörkun tilvísunarhlutverka

Höfundur: Katrín Harðardóttir Af og til skýtur upp kollinum umræða um það hvernig kyn birtist í tungumálinu og hvernig beri að vísa í og titla einstaklinga. Oft skapast litrík skoðanaskipti um annaðhvort nauðsyn eða óþarfa þess að tryggja sýnileika kvenna í töluðu sem og rituðu máli. Oftar en ekki virðist bera á hreinu skilningsleysi hvað varðar þennan…

Frjálst, en skammarlegt?

Höfundur: Ritstjórn, Silja Bára Ómarsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir Fóstureyðingar – rétturinn til þess að binda enda á óæskilega þungun og sú ákvörðun að nýta sér þann rétt – eru mál sem sjaldan er rætt í samfélaginu og virðist vera einhvers konar tabú. Flestir eru sammála um að rétturinn til löglegra, öruggra fóstureyðinga er einn af hornsteinum…

Konur í karlaveldi – Út í vitann eftir Virginiu Woolf

Höfundur: Herdís Hreiðarsdóttir Árið 1927 kom út í Bretlandi skáldsagan To the Lighthouse eftir Virginiu Woolf. Hún hefur jafnan verið talin til tímamótaverka tuttugustu aldarinnar og hefur verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál í áranna rás. Fyrir síðustu jól kom hún í fyrsta sinn út á íslensku, undir heitinu Út í vitann. En hver var…

Athugasemd frá ritstjórn vegna birtingar án heimildar

Í dag 29. mars birti Knúz.is grein eftir Hildi Guðbjörnsdóttur sem heitir „Ekki þín drusluganga“. Greinin hefur þegar hlotið mikla útbreiðslu og vakið eftirtekt annarra fjölmiðla. Grein Hildar fjallar um hina svokölluðu „brjóstabyltingu“ á fimmtudaginn og þar er að finna gagnrýni á aðra grein sem birt var í Kvennablaðinu 28. mars. Um miðjan dag í…

Minningarstund í Höggmyndagarðinum

Knúzinu barst eftirfarandi tilkynning: Í dag, þriðjudag klukkan 17:30 er minningarstund um Farkhondu, unga afganska konu sem var barin og brennd til bana á fimmtudaginn var, í Höggmyndagarðinum í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins. Afganskar konur búsettar á Íslandi standa fyrir þessum viðburði. Kveikt verður á kertum og krafist stöðvunar á hvers konar ofbeldi sem konur um heim allan þurfa…