Drottningarbragðið á Kúbu

Að vera stúlka í hafsjó karlmanna. Þetta er eitt þemanna í nýlegri þáttaröð Netflix sem kallast Drottningarbragðið á íslensku. Þar fylgjast áhorfendur með Beth Harmon, telpu sem verður munaðarlaus og lærir síðan að tefla hjá húsverðinum í kjallara munaðarleysingjahælisins. Hugur hennar stefnir á heimsmeistaramót til að geta mætt þeim besta sem er Rússinn Vasilí Borgov.…

Barist við feðraveldið -einn afa í einu

„Öðrum fullorðnum í herberginu finnst þetta í góðu lagi. Fullorðinn maður vomar fyrir aftan þriggja ára dóttur mína. Af og til potar hann í hana eða kitlar hana og hún bregst við með því að minnka. Hún verður minni og minni með hverri óumbeðinni snertingu. Ég ímynda mér að hún sé að reyna að verða…

Ef ég væri karlmaður…

Elín Eddudóttir skrifar: 1. Ef ég væri karlmaður á Íslandi mætti ég fara á bar í Kópavogi, um klukkan tíu á laugardagskvöldi og líta í kringum mig eftir huggulegri miðaldra konu. Ef ég sæi slíka konu sitja eina í bási, upptekna við að vera í samskiptum við einhvern í símanum sínum mætti ég laumast til…

Kona rífur kjaft

Ég hef hitt þessa konu. Margoft.

Ég hef hitt hana í heilbrigðiskerfinu, í réttarsalnum, í skólanum, í kirkjunni í bankanum, í búðinni og heima, á öllum þeim stöðum sem einhver hefur vogað sér að koma fram við hana og dóttur hennar eins og hund.

Rebecca Solnit skrifar um unga femínista

Með aldrinum verður man innflytjandi frá horfnu landi, landi sem sumir jafningja minna muna hugsanlega eftir en unga fólkinu gæti þótt það óhugsandi eða óskiljanlegt. Það má kalla það landið sem var; fyrir miklar breytingar, áður en við gerðum hlutina svona, áður en við ákváðum að það væri ótækt, áður en við sáum gamalt vandamál…

Tæknin, lögin og kynferðisleg friðhelgi

Þegar YouTube-stjarnan Chrissy Chambers uppgötvaði að fyrrverandi kærastinn hennar hafði tekið upp á myndband kynferðislegt ofbeldi gegn henni – sem hann áleit kynlíf þeirra í milli – og dreift því á internetinu áttaði hún sig tæplega á því að hennar biði margra ára barátta, ekki einungis við lögin heldur líka við tæknina. Efnið dreifðist hratt…

Kannski nægir frásögn konu einhvern tíma…

Ein mestu þáttaskilin í Bandaríkjunum varðandi heimilisofbeldi voru ekki almenn vitundarvakning eða löggjöf – heldur skyndimyndavélar. Það má þakka Polaroid-myndum að á níunda áratugnum gátu konur á sjúkrahúsum og í athvörfum ljósmyndað áverka sína og notað myndirnar fyrir dómi ef þær vildu kæra gerandann. En stundum komu þessar myndir aldrei fram. Þær voru geymdar í…

Konur eru aldrei mátulegar…

Endur fyrir löngu í söngkeppninni American Idol (Stjörnuleit) sagði Simon Cowell dómari við unga stúlku sem reyndi fyrir sér í undankeppninni að hún gæti orðið frábær söngkona ef hún léttist um 20 kíló. Fyrir vikið komst hún ekki áfram. Hún var ekki mátulega vaxin fyrir Stjörnuleitina. Holdafar kvenna hefur alltaf verið vinsælt umræðuefni á Smartlandinu.…

Franska gríman fellur

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Franskt samfélag hefur vissulega ekki farið varhluta af #metoo hreyfingunni. Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin í áttina að því að brjóta niður traustbyggðan varnarmúrinn utan um það sem eldri kynslóðir enn kalla „daður“. Það hefur verið erfitt fyrir mörg að viðurkenna að ef valdahlutfallið er skakkt er þessi forna „listgrein“…

Brjóstmálajól

Ég velti stundum fyrir mér hvort María hafi lagt Jesú á brjóst hvort hún hafi rekið upp hljóð þegar hann beit sig fastan og grátið þegar hann tók ekki geirvörtuna. Ég velti stundum fyrir mér hvort þetta séu of grófar spurningar að spyrja í kirkju fullri af karlmönnum sem standa í stólnum með enga mjólkurbletti…