Ég á ekki að þurfa að réttlæta mig

Umræðuefnið hér fyrir neðan er enn mikið tabú fyrir mörgum. Þó hafa margir deilt upplifun sinni nýlega og þar sem það hefur hjálpað mér mikið langar mig til að geta mögulega hjálpað öðrum. Svona líður mér Já, það er rétt, mig langar ekki til að verða foreldri, en það þýðir ekki að ég megi ekki…

Kynjafordómar, samfélagsmiðlar og lýðræði

María Rún Bjarnadóttir skrifar: Það er löngu viðurkennt að ganga megi lengra í umfjöllun um stjórnmálamenn en almenna borgara. Nýleg samantekt frá Independent Committee for Standard on Public Life sýnir að í aðdraganda síðustu þingkosninga á Bretlandi þurftu frambjóðendur að þola alvarlegri hótanir og ógnanir en svo að það geti talist til eðlilegrar „umfjöllunar“. Þar…

Yfirlýsing frá Samtökunum ’78

Yfirlýsing:  “Samtökin ’78 gagnrýna harðlega þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 8. september 2015 um að vísa frá kærum samtakanna, sem lagðar voru fram hjá embættinu þann 27. apríl 2015. Ákvarðanirnar, sem allar eru stuttar og samhljóða, eru þess efnis að embættinu þyki ekki „grundvöllur til að hefja rannsókn á hinum meintu brotum“. Gagnrýni samtakanna byggist á að kærurnar varði…

Píkan mín

Höfundur: Sigríður Nanna Gunnarsdóttir Helvítis píkan mín „Mamma, hvað þýðir eiginlega orðið klobbi?“ Spurði tæplega fjögurra ára telpan og mér fannst ég hafa unnið stórsigur, enda hef ég barist við sjálfa mig og pínt mig til að kenna henni rétt orð yfir líkamshluta sinn. Við erum þónokkrar stúlkurnar sem fengum ekki að læra almennilegt orð yfir…

Sjá þig, stelpa!

Höfundur: Halla Þórlaug Óskarsdóttir Greinin birtist upphaflega á Sirkústjaldinu og er endurbirt á knúz.is með góðfúslegu leyfi ritstjórnar og höfundar.   Mynd fyrir umheiminn Á tímum þar sem fólk keppist við að endurskapa ímynd sína í sýndarveruleikanum með því að ritskoða birtingarmynd veruleikans er ekki úr vegi að líta til þess hvernig menn hafa skapað sjálfsmyndir sínar…

Hver er að tala við barnið þitt á netinu?

Höfundur: Sigríður Ösp Arnarsdóttir Í samfélagi okkar er internetið í sífellu að ryðja sér meira rúms í samskiptum manna frá degi til dags. Með tilkomu samskiptamiðla eins og t.d Facebook og Google+ hefur skapast mun einfaldari og aðgengilegri grundvöllur fyrir fólk á öllum aldri til að komast í samband við svo til hvern sem er.…

Þegar nauðgarinn er í nærumhverfinu

Höfundur: Ritstjórn **VV** (Varúð váhrif, e. Trigger warning, gæti vakið sterkar tilfinningar hjá þolendum kynferðisofbeldis) Þeim tölum sem til eru um tíðni nauðgana á Íslandi, sem og annars staðar, ber öllum saman um að í meirihluta tilfella er nauðgarinn einhver sem þolandi þekkir fyrir, t.d. maki, ættingi, vinur, vinnu- eða skólafélagi. Í ársskýrslum Stígamóta til…

23:1 – Hvernig Gettu betur eyðilagði daginn

Höf.: Stefán Pálsson Þriðjudagurinn fokkaðist upp. Samkvæmt vinnuáætluninni ætlaði ég að sitja við frá klukkan hálf níu og semja spurningar. Það gerist nokkurn veginn þannig að ég plægi mig í gegnum útlenskar vefsíður með furðufréttum og kjúríosítetum, slæ svo upp í Wikipediu til að reyna að vinsa frá bullið og flökkusögurnar. (Og ég sem hélt…

Níð

Höfundur: Sóley Tómasdóttir Ég fékk tölvupóst í gær með ábendingu um mann sem tengist barnastarfi og borgarkerfinu og hefur samkvæmt póstinum gert tilraun til að misnota barn. Hann var kærður, lögreglan taldi það nægilega alvarlegt til að senda það til saksóknara sem svo felldi málið niður þar sem það þótti ólíklegt til sakfellis (eins og flest önnur sambærileg…

Til varnar feminískum framhaldsskólanemum

Höfundur: Thomas Brorsen Smidt.  Þýðing: Halla Sverrisdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Ingólfur Gíslason. Í gær bloggaði Harpa Hreinsdóttir um grein sem birtist á Knúz undir yfirskriftinni „Þetta sjúka samfélag.“ Greinin er skrifuð af Úlfari Viktori Björnssyni, nemanda í Borgarholtsskóla, undir handleiðslu kynjafræðikennarans hans, Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur. Í bloggfærslunni bendir Harpa á að grein Úlfars er vísindalega gölluð…