Af dillibossum og femínískum gleðispillum

 Höfundur: Arndís Bergsdóttir Ég er ekki húmorslaus femínisti. En ég er femínískur gleðispillir[1]. Þessi pistill er gleðispillir! Það er eins gott að segja það strax. Slíkir gleðispillar neita að taka þátt í gleðinni sem umvefur ákveðna viðburði eða atvik en nota hvert tækifæri til að benda á kynjamisrétti. Þar sem kynjakerfið er allsstaðar er ekki…

Alræmdur ofbeldismaður á leið til Íslands?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson *VV* Julien Blanc er umdeildur maður. Hann starfar á vegum samtakanna Real Social Dynamics sem bjóða körlum í konuleit upp á námskeið í viðreynslu og tælingu og lofað er skjótum árangri. Þetta hljómar vel við fyrstu sýn og engin furða að margur maðurinn falli fyrir fagurgalanum, á svipaðan hátt og þegar ónefndur…

Auðlindin Konan

Stöðugt sannar kvenlíkaminn sig sem fjölbreyttastur alls varnings! Ekki bara er hægt að nýta sér líkama kvenna til að selja vörur eða til að seðja greddu í formi kláms eða vændis, konur eru líka nytsamlegar framleiðsluvélar. Síðla sumars fékk Kjörís t.d. þá snilldarhugmyndað nýta sér framleiðsluvélina Konur til þess að búa til hinn sérstaka brjóstamjólkurís, sem þeir kölluðu auðvitað hinu frábærlega sniðuga nafni „Búbís“. Hehe.

Sýnilegar fyrirmyndir

Karlar eru langtum algengara myndefni í evrópskum dagblöðum en konur og þetta er sýnt með áhugaverðum hætti í nýrri mynd þar sem farið er yfir þessi mál. Myndin byggir á könnun hollensku samtakanna VIDM, sem berjast fyrir því að fjölmiðlar endurspegli samfélög eins og þau raunverulegu eru. Á vef VIDM segir m.a. að það sem…

Kettlingar

Veistu, mér finnst þetta ein besta markaðshugmynd sem nokkur hefur nokkurn tímann fengið. Ég meina, hversu borðleggjandi er að nota kettlinga í auglýsingar? Hver elskar ekki kettlinga? Litlir, mjúkir, sakleysislegir og fullir trausts, klaufalegir með stóru loppurnar sínar eða, þegar þeir verða aðeins eldri, svo skemmtilega lúmskir alltaf að reyna að veiða eitthvað og koma…

Hún seldi saltfisk í útlöndum

„Það er mjög vafasamt að nokkur stúlka íslensk hafi unnið þjóð sinni meira gagn í ár en sú ljóshærða og fríða, sem brosir til okkar á þessari mynd og býður okkur íslenskan saltfisk.“ Það getur verið góð skemmtun að grafa ofan í gömul blöð á vefnum timarit.is.  Ég stend mig oft að því að brosa…

Að skilja útundan á íslensku

Síðasta sumar staldraði ég við þessa auglýsingu frá Pennanum í Fréttablaðinu. Fyrirsögn hennar „Ertu örvhentur, lesblindur eða með aðra náðargáfu?“ fór í taugarnar á mér, því hún, eins og ótrúlega margar fyrirsagnir og textar sem er ætlað að ávarpa stóran hóp af báðum kynjum, er í karlkyni. Ég skutlaði henni inn á Facebook-síðu Knúz.is undir…

Opið bréf til stjórnenda Kvikmyndaskóla Íslands

Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Til okkar sem stöndum að vefritinu knúz.is hafa leitað nemendur við skólann sem er gróflega misboðið. Þær segja viðkomandi kennara hafa kallað þær hrikalega viðkvæmar þegar þær gerðu athugasemd við auglýsinguna. Þær upplifa myndina sem skilaboð um að þær hljóti að dreyma um frama í klámi fyrst þær völdu skólann…

Ekki benda á mig

„Það var bara fólk sem sá um þetta fyrir okkur.“  Þetta sagði Haraldur Leifsson framkvæmdastjóri Wurth á Íslandi í samtali við DV fyrir helgi. Tilefni viðtalsins var myndband sem birt var á netinu af Októberfesti fyrirtæksins, sem selur verkfæri, rafmagnsvörur og fleira slíkt. Á myndbandinu má m.a. sjá ungar stúlkur á brjóstahöldum ganga á sviði…