Heyrirðu í mér?

Höfundur: Valgerður Þóroddsdóttir Sumarið 2013. Fullyrt var á forsíðu breska tímaritsins Port að hafin sé ný gullöld í útgáfu prentmiðla. Forsíða blaðsins var mínímalísk, svart letur stafaði nöfnin á sex ritstjórum stærstu menningartímarita hinum vestræna heims. Fyrir miðju var skýr, svarthvít ljósmynd af sex hvítum karlmönnum. Forsíðan vakti nokkra athygli á sínum tíma, þá sérstaklega hjá ákveðnum netmiðlum…

Ef Steinar Bragi væri kona

 Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir **Efnisvísun í skáldsöguna Kötu (e. spoiler)**    **Vávari (e. trigger warning)** „Mannréttindi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mannkyns: karla. Þeir tala um frelsi, réttlæti og bræðralag en á þessu veisluborði hugmyndanna njótum við konur bara brauðmolanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað,…

Myndin af Ragnheiði

Höfundar: Eva Dagbjört Óladóttir og Guðný Elísa Guðgeirsdóttir Í rúm 350 ár hefur Ragnheiður Brynjólfsdóttir heillað íslensku þjóðina. Um sögu hennar hafa verið skrifaðar bækur, leikrit, a.m.k. eitt dægurlag og nú síðast heil ópera. „Ragnheiður“, ópera eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, var frumsýnd í Hörpu þann 1. mars síðastliðinn og hefur hún hlotið…

„Hún skrifaði það ekki … Hún skrifaði það en hún hefði ekki átt að skrifa það … Hún skrifaði það EN …“

Tólf árum eftir dauða Guðnýjar Jónsdóttur rann ritstjórum Norðurfara, Gísla Brynjólfssyni og Jóni Þórðarsyni (síðar Thoroddsen), blóðið til skyldunnar að skrifa um hana eftirmæli: FLESTUM mönnum á íslandi mun vera kunnug hin hriggilega saga þessarar merkiskonu og skálds. Hennar hefur áður verið minnst í þriðja ári Fjölnis, og er þar prentað eitt af kvæðum hennar,…

„Rómantíkin getur verið sjúk“

Fyrir nokkrum árum tók ég mig til og las meira og minna allar unglingabækurnar sem ég elskaði sem barn og unglingur. Lesturinn gekk reyndar svo langt að það endaði með því að ég skrifaði BA-ritgerð um Eðvarð Ingólfsson. Að sumu leyti vegna þess að mér finnst mikilvægt að skrifa um áhrif þess sem er vinsælt…