Þegar sexí hillusamstæða verður að mjólkandi brjóstum með geirvörtum

Höfundur: Ida Irene Bergstrøm Norskir félagsvísindamenn vara við auknum púrítanisma á kostnað réttinda mæðra Í Noregi er brjóstagjöf á almannafæri viðtekin venja, samt veigra sér sumar mæður að fylgja henni eða eru feimnar við það. Mynd héðan. Þegar Ida Marie Henriksen gerði vettvangsrannsókn fyrir doktorsverkefnið „Kaffihúsið sem opinbert og félagslegt rými“ vakti einn hópur fremur athygli…

Auðlindin Konan

Stöðugt sannar kvenlíkaminn sig sem fjölbreyttastur alls varnings! Ekki bara er hægt að nýta sér líkama kvenna til að selja vörur eða til að seðja greddu í formi kláms eða vændis, konur eru líka nytsamlegar framleiðsluvélar. Síðla sumars fékk Kjörís t.d. þá snilldarhugmyndað nýta sér framleiðsluvélina Konur til þess að búa til hinn sérstaka brjóstamjólkurís, sem þeir kölluðu auðvitað hinu frábærlega sniðuga nafni „Búbís“. Hehe.