4chan: ekki fórnarlamb
Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem 4chan hleypur í ótal hringi til að fela slóð sína eða til að gera “málstað” sinn trúverðugri. Í raun er hér, með þessari yfirlýsingu, verið að fría 4chan ábyrgð, gera 4chan að fórnarlambinu, beina kastljósinu að þolendum ofbeldis 4chan, draga athyglina frá hótuninni sjálfri sem var sett fram gegn Emmu Watson og gera femínista tortryggilega, allt í einum snyrtilegum pakka. Það var lagið.