Íslensk verkfærakista um þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni vekur athygli

Höfundur: Ásdís Ólafsdóttir   Alþjóðlega hreyfingin HeForShe stendur nú fyrir miklu kynningarátaki á íslensku Barbershop-verkfærakistunni. Verkfærakistan var þróuð af Landsnefnd UN Women á Íslandi í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og var afhent HeForShe, alþjóðlegu verkefni UN Women, á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna nú í mars. Heil vika hefur verið tileinkuð verkfærakistunni á samfélagsmiðlum HeForShe, með tæpa milljón…

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Höfundur: Dr. Auður H. Ingólfsdóttir. Hvað í ósköpunum hafa loftslagsbreytingar með feðraveldið að gera? Þetta er spurning sem ég hef oft fengið undanfarin ár í tengslum við doktorsverkefnið mitt þar sem ég beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi. Í bók kanadíska aðgerðasinnans Naomi Klein, This Changes Everything, er loftslagsbreytingum stillt upp…

Verðir þjóðhátíðarlaganna

Höfundar: Herdís Schopka og Gísli Ásgeirsson Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er eldri en elstu menn muna og eftirsótt hefur þótt að fá að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið sem verðskuldar stóran staf eins og önnur sérnöfn. Árið 1933 var það fyrsta samið og síðan hefur varla fallið úr ár. Oddgeir Kristjánsson samdi 20 fyrstu lögin og einu…

Staða kvenna í Íran

Höfundar: Guðrún C. Emilsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir Einn af stórviðburðum 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna var alþjóðleg ráðstefna sem haldin var dagana 22. og 23. október 2015 í Hörpu. Á ráðstefnunni stigu margir frábærir fyrirlesarar frá hinum ýmsu löndum í pontu og sögðu frá áhugaverðum málefnum um heim allan sem snerta konur á einn…

UM FEÐRAVELDIÐ, NAUÐGUNARMENNINGU OG KARLARSEMHATAKONUR SAMFÉLAGIÐ

Höfundur: Þorgerður Þorvaldsdóttir *TW* Á umliðnu ári hafa ungar, hugrakkar og djarfar stúlkur risið upp gegn feðraveldinu, ríkjandi nauðgunarmenningu, #karlarsemhatakonur samfélaginu og verið með mótspyrnu og usla, öskrað og spyrnt á móti – ég er að tala um ‪#‎freethenipple‬ í mars, ‪#‎þöggun‬ ‪#‎konurtala‬ þar sem hundruðir kvenna og stúlkna rufu þagnarmúrinn og sögðu frá kynferðislegu…

Þegar lögfræðin og lífið mætast

Höfundur: Eva Huld Gömul minning hefur sótt á mig og spurningar varðandi hana orðið ágengari í kjölfar þess að lesa skrif Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Tryggva Gíslassonar á Vísi.is varðandi skipun í Hæstarétt nú á dögunum. (http://www.visir.is/hagsmunaatok-i-stad-lagareglna-/article/2015151008981). Það var svo að ég sat í fundarsal VR ásamt fjölda fólks á vordögum 2011 þar sem taka átti ákvörðun um hvort farið yrði í mál. Ég var gengin um…

Versta hugtak í heimi

Höfundur: Sóley Tómasdóttir Fórnarlambsvæðing er mögulega versta hugtak í heimi. Það hefur talsvert verið notað gegnum tíðina og notkun þess hefur jafnvel verið að aukast. Hugtakið lýsir fullkomnu skilningsleysi á aðstæðum og aðgerðum kvenna og jafnréttisbaráttunni í heild sinni. Fórnarlambsvæðing er algengt viðkvæði þegar konur tala upphátt um misrétti sem þær eða kynsystur þeirra verða…

Hrelliklám á Tryggingastofnuninni

Höfundur: Sigríður Guðmarsdóttir Hvernig er best að bregðast við gagnrýni viðskiptavina Tryggingarstofnunar á þjónustuna? Jú, fá amerískar klámstjörnur til að leika leiðinlegu nöldurskjóðurnar og sýna klámmyndainnslögin í ríkissjónvarpinu. Auðvitað. Samtalsþátturinn Trygdekontoret, eða Tryggingastofnunin, í norska ríkissjónvarpinu NRK er umdeildur. Stjórnandi þáttarins Thomas Seltzer fær í hverjum þætti fólk í heimsókn og tekið er fyrir sjóðheitt viðfangsefni…

22. desember í jóladagatalinu er…. Kathrine Switzer

Höfundur: Brynja Huld Óskarsdóttir Kathrine Switzer fæddist 5. janúar 1947 í Þýskalandi og er bandarísk, rithöfundur, íþróttafréttakona og maraþonhlaupari. Hún er best þekkt fyrir að hafa verið fyrsta konan til þess að hlaupa Bostonmaraþonið, árið 1967. Kathrine Switzer byrjaði snemma að stunda íþróttir og ögra íþróttaheiminum, sem á þeim tíma var karllægur, skipulagður af körlum,…

17. desember í jóladagatalinu er … Gabriela Mistral

Höfundur: Katrín Harðardóttir Gabriela Mistral (7. apríl 1889 – 10. janúar 1957), menntafrömuður, skáldkona og nóbelsverðlaunahafi ólst upp í litlu þorpi í Andesfjöllum Chile. Hún var kölluð „la maestra de las Americas“, eða „kennslukona Ameríkanna“ [1], þótt hennar eigin skólagöngu hafi lokið fyrir tólf ára aldur. Ung beitti hún sér fyrir því að fátækar stúlkur fengju…