Miðaldir herja á pólskar konur

Í dag, mánudaginn 3. október, munu þúsundir pólskra kvenna leggja niður vinnu, láta heimilisstörfin sitja á hakanum, klæðast svörtu og mæta til mótmæla. Megi þær verða sem flestar, því tilefnið er ærið. Fyrir pólska þinginu liggur nefnilega lagafrumvarp ættað aftan úr grárri forneskju, um bann við fóstureyðingum. Einungis ein undantekning við því banni er boðuð,…

Frjálsar fóstureyðingar í augsýn?

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir Í desember síðastliðnum kom fram í viðtali við heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson að hann hygðist endurskoða löggjöf um fóstureyðingar, en núverandi löggjöf er frá árinu 1975. Yfirlýsing ráðherrans kemur í kjölfar aukinnar umræðu um rétt kvenna til fóstureyðinga, en þar til fyrir um tveimur til þremur árum var lítil umræða um þau…

Fóstureyðingar í almannarýminu

Höfundar: Steinunn Rögnvaldsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir Í september 2015 birtist myllumerkið #ShoutYourAbortion í fyrsta sinn. Tilefnið var að samtökin Planned Parenthood þurftu að verjast tilraunum íhaldssamra stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, en þeir reyndu að skerða aðgengi kvenna að fóstureyðingum með því að takmarka fjárframlög til Planned Parenthood. Síðan myllumerkið birtist fyrst hafa þúsundir tíst frásögnum…

Feminísk aðgerð eða úlfur í sauðagæru? Bann við fóstureyðingum á grundvelli kyns fósturs

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir   Í Bretlandi og Ástralíu hefur nú í nokkur ár átt sér stað umræða um fóstureyðingar á grundvelli kyns fósturs. Mannfjöldatölfræði bendir sterklega til að slíkar fóstureyðingar eigi sér stað í löndum á borð við Kína og Indland, þar sem umtalsvert fleiri drengir fæðast heldur en stúlkur. Þessi skekkja getur haft ýmis…

Frjálsar fóstureyðingar

Höfundur: Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands þ. 28. apríl 2015 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að breyta löggjöf um fóstureyðingar. Á fundinum áttu sér stað frjó skoðanaskipti um málið, en ályktunin var samþykkt með einu mótatkvæði og hjásetu tveggja. Ein spurninganna sem kom upp í umræðunni…

Frjálst, en skammarlegt?

Höfundur: Ritstjórn, Silja Bára Ómarsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir Fóstureyðingar – rétturinn til þess að binda enda á óæskilega þungun og sú ákvörðun að nýta sér þann rétt – eru mál sem sjaldan er rætt í samfélaginu og virðist vera einhvers konar tabú. Flestir eru sammála um að rétturinn til löglegra, öruggra fóstureyðinga er einn af hornsteinum…

Bréf til stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss

Höfundur: Bryndís Björnsdóttir Reykjavík, 31. mars 2015: Góðan dag. Bryndís Björnsdóttir heiti ég og hef staðið að undirskriftasöfnun sem varðar ákall til Landspítalans um að bregðast við mótmælum sem hafa staðið yfir á lóð hans. Lífsvernd hefur staðið að mótmælum á hverjum þriðjudegi í nokkur ár fyrir utan mæðradeild Landspítalans sem þeir sem skrifuðu nafn…

Konan í rauða kjólnum

Höfundur: Halla Sverrisdóttir Í Tyrklandi eru fóstureyðingar heimilar fram að 10. viku eftir getnað, en þann frest má framlengja fram að 20. viku, ef sýnt þykir að þungunin stofni andlegri og/eða líkamlegri heilsu móður í hættu eða ef þungunin er afleiðing af nauðgun. Samþykkis konunnar er krafist. Ef konan er gift er samþykkis eiginmanns hennar einnig…