Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.
Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…