Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…

„Þetta snýst nefnilega um val“

Höfundur: Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir   Þann 24 mars 2014 kom ég heim af ræðukeppni í skólanum, settist niður við tölvuna og sá að Feminstafélag Verzlunarskóla Íslands hafði efnt til „FreeThe Nipple“dags. Í skólanum undanfarna daga hafði verið umræða um ritskoðun eftir að í útgefnu efni nemendafélagsins hafði verið ritskoðuð úr virkilega listræn og falleg mynd…

Við tókum valdið

Höfundur: Hulda Hólmkelsdóttir Ég var svolítið ringluð þegar ég byrjaði að hugsa um þetta litla erindi mitt. Ég tók sjálf þátt með því að birta mynd af mér en mér fannst hugsanirnar mínar samt sem áður vera svolítið út um allt í kringum þessa byltingu, ég átti einhverra hluta vegna mjög erfitt með að staðsetja…

Af hverju ég?

Höfundur: Silja Snædal Pálsdóttir Ég heiti Silja Snædal Pálsdóttir og  er á mínu fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í liðinni viku byrjaði umræða um brjóst og geirvörtur á Twitter í síðustu viku.  Engan óraði fyrir að þetta yrði ekki aðeins umræða heldur bylting. Þetta byrjaði allt á einni hugrakkri stelpu, Öddu Þóreyjardóttur og Smáradóttur sem var það kjörkuð…

„So what?“

Höfundur: Laufey Ólafsdóttir Þegar Madonna var rísandi stjarna á níunda áratug síðustu aldar komust fjölmiðlar á snoðir um nektarmyndir af henni úr fortíðinni. Blaðamaður nálgaðist Madonnu (sennilega í þeim tilgangi að slá hana útaf laginu og krækja í sjokkerandi frásögn) og spurði hana út í myndirnar. Svar Madonnu var einfalt og sló áframhaldandi umræðu út…

Ekki þín drusluganga

Höfundur: Hildur Guðbjörnsdóttir Fyrir tveimur dögum var birtur pistill á vefmiðli sem nefnist Kvennablaðið. Ritstjóri Kvennablaðsins fer þar mikinn um atburði líðandi stundar, það er að segja konur sem bera á sér brjóstin. Höfundur kemur þar ekki aðeins upp um að hún hafi gjörsamlega misskilið #freethenipple frá upphafi til enda, hún virðist einnig hafa misskilið veigamikla…

Áfram berbrystingar!

Höfundur: Hildur Guðbjörnsdóttir Vinur minn sem bjó í Sádí-Arabíu í tvö ár sagði mér að eftir að hafa ekki séð konu öðruvísi en hulda frá toppi til táar í marga mánuði, varð hann einn daginn vitni að því á kaffihúsi þegar klæði konu runnu aðeins til og það sást skyndilega í handlegginn á henni. Allt í…

Frelsun týrbjöllunnar

Höfundur: Brynhildur Björnsdóttir   Dóttir mín, sex ára, á sitt eigið orð yfir geirvörtur. Hún kallar þær týrbjöllur. Þannig skilgreinir hún sinn eigin líkama með sínum eigin orðum. Það er vissulega oft hváð og hún leiðrétt þegar hún talar um týrbjöllurnar á sér (þó það gerist nú ekkert oft) en hún hefur ákveðið að skilgreina…

Bræði, brjóst, bylting: Úr dagbók geðilla femínistans

Höfundur: Sigríður Guðmarsdóttir   Á fimmtudaginn varð brjóstabylting á Íslandi. Ég frétti af því í daginn áður á Facebook að ungar stelpur ætluðu að fylla netið af myndum af geirvörtunum á sér. Yfirlýst markmið gerningsins er valdefling, að stuðla að líkamsvirðingu og vinna gegn hefndarklámi. Mér leist strax illa á þetta verkefni. Vita þessar ungu…