Kynjafordómar, samfélagsmiðlar og lýðræði

María Rún Bjarnadóttir skrifar: Það er löngu viðurkennt að ganga megi lengra í umfjöllun um stjórnmálamenn en almenna borgara. Nýleg samantekt frá Independent Committee for Standard on Public Life sýnir að í aðdraganda síðustu þingkosninga á Bretlandi þurftu frambjóðendur að þola alvarlegri hótanir og ógnanir en svo að það geti talist til eðlilegrar „umfjöllunar“. Þar…

Yfirlýsing frá Samtökunum ’78

Yfirlýsing:  “Samtökin ’78 gagnrýna harðlega þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 8. september 2015 um að vísa frá kærum samtakanna, sem lagðar voru fram hjá embættinu þann 27. apríl 2015. Ákvarðanirnar, sem allar eru stuttar og samhljóða, eru þess efnis að embættinu þyki ekki „grundvöllur til að hefja rannsókn á hinum meintu brotum“. Gagnrýni samtakanna byggist á að kærurnar varði…

Ég get ekki sagt …

Anita Sarkeesian hélt áhrifamikla ræðu á ráðstefnunni All About Women sem hófst í Sydney 8. mars. Hér er ræðan í lauslegri þýðingu. Myndbandið er neðst í færslunni. Ég get ekki sagt þessum þúsundum karla að éta skít, sem hafa gert kvenhatur sitt að leik. Leik þar sem kynbundið níð og hótanir um morð og nauðgun eru vopn…

Haltu kjafti, kona!

Höfundur: Halla Sverrisdóttir *VV* Greinin inniheldur dæmi um grófa, kynferðislega hatursorðræðu Af Facebook-síðu Johanne Schmidt-Nielsen 7. nóvember s.l.: Það var ótrúlega gaman að kíkja í innhólfið í morgun. Það var ekki stútfullt af ruddalegum skammarskeytum, né heldur hótunum. Það var fullt af stuðningsyfirlýsingum. Ég var mjög efins þegar DR 2 [þýð.:ein sjónvarpsrása danska ríkisútvarpsins] bað mig að…

Af úlfúð og stuttkápu Rauðhettu

Höfundur: Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir Væri ekki þægilegt ef hættulegt fólk væri látið klæðast sérstökum búningum, t.d. úlfabúningum eða gærujakka (úlfur í sauðargæru)? Þá gætum við hin varast það fólk. Ofbeldismenn hafa ekki staðlað útlit. Kannski sumir, en flestir þeirra eru nú bara mjög venjulegir útlits – að minnsta kosti þeir ofbeldismenn sem ég þekki. Já,…

Tröllin í netheimum – árásir á konur á veraldarvefnum

Höfundur: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Pistillinn birtist fyrst í 62. tölublaði 19. júní og birtist hér, nokkuð styttur, með góðfúslegu leyfi höfundar. 17. maí 2012 setti Anita Sarkeesian auglýsingu á bandarísku fjáröflunasíðuna Kickstarter og óskaði eftir stuðningi netheima við heimildamynd sem hún vildi gera, „Tropes vs. Women: Video Games“, eða „Staðalmyndir og konur í tölvuleikjum“. Sarkeesian er þekktur feministi vestan hafs en hún heldur…

Lífsleikni og mannasiðir Gillz

Höfundur: Björn Teitsson Fáir, ef einhverjir, einstaklingar hafa verið jafn mikið í brennidepli á Íslandi undanfarin ár en Egill Einarsson, sem gengur iðulega undir viðurnefninu „Gillz.“ Gillz er Kópavogsbúi sem er 32 ára gamall þegar þetta er skrifað og hefur starfað sem einkaþjálfari, útvarpsmaður, pistlahöfundur, sjónvarpsþáttastjórnandi og einnig sem rithöfundur. Bækurnar sem Gillz hefur skrifað…