Óvænt uppgjör

Vissulega hafði sérfræðingur staðfest fyrir mér þá staðreynd að ég hafði lent í grófu ofbeldi í sambandi sem ég var í. En mér fannst það samt svo smávægilegt að ég sagði aldrei frekar frá því. Fyrr en allt í einu þarna.

Kynbundið ofbeldi: Hvað er hægt að gera?

Höfundur: Tryggvi Hallgrímsson Sameinuðu þjóðirnar hafa endurtekið lagt áherslu á mikilvægi þátttöku karla í vinnu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 1995, í tengslum við Pekingráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, var ályktað um mikilvægi þátttöku karla sem lið í að koma á nauðsynlegum breytingum sem tryggja kynjajafnrétti. Sameinuðu þjóðirnar hafa auk þess ályktað sérstaklega um þátttöku bæði karla og kvenna…

Harmleikjavæðing ofbeldis

Höfundur: Guðný Elísa Guðgeirsdóttir. **VV** Orðið harmleikur er í hugum flestra tengt einhverju hörmulegu, sorglegu og dapurlegu. Þetta magnaða og dramatíska orð færðu leikritaskáld forngrikkja okkur með sínum frægu harmleikjum þar sem söguhetja þurfti ýmist að þola skelfilegar hörmungar eða orsakaði af einhverjum ástæðum hræðilega atburðarás (sjá nánar til dæmis hér). Þessar sögur vörpuðu fram áleitnum heimspekilegum…

Kynbundið ofbeldi og „fallega gríman“

Höfundar: Sigríður Guðmarsdóttir og óþekktur höfundur Kynbundið ofbeldi er eitt af stærstu félagslegu meinum nútímans og beinist að tilteknum hópum fólks vegna kynferðis þeirra. Konur og stúlkur verða gjarnan fyrir ofbeldi, ofbeldi sem beinist að kynferði þeirra sérstaklega vegna undirskipunar kvenna í samfélaginu. Einnig má færa rök fyrir því að ofbeldi gegn þeim sem passa…

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sunnudaginn 25. nóvember hefst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og verður staðið fyrir ýmiskonar viðburðum í tilefni þess næstu vikur. Ljósaganga UN Women er opnunarviðburður átaksins, en gengið verður frá Alþingisgarðinum að Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á kakó og smákökur. Í kjölfarið verða haldin málþing, kvikmyndasýningar, bréfamaraþon og fleira. Í ár höfum…