Bréf frá einni konu

Þegar ég sagði frá þessu í fyrsta sinn byrjaði frásögnin svona: „Ég hefði auðvitað átt að átta mig á því í hvað stefndi, mikið ofboðslega get ég verið vitlaus.“ Og hún hélt reyndar áfram með þessum hætti, með ýmsum formum af sjálfsásökunum. Vinkona mín þurfti að taka fast í axlirnar á mér, horfa í augun…

Kynjajafnrétti í íþróttum – hvað þarf að breytast?

Sigríður Finnbogadóttir skrifar: Íþróttahreyfingin á Íslandi stendur frammi fyrir stóru verkefni, að  auka kynjajafnrétti í íþróttum. Frá því að íþróttakonur birtu reynslusögur sínar í #meetoo vakningunni hefur verið hávær krafa frá iðkendum, foreldrum og samfélaginu um að jafna beri stöðu kvenna í íþróttum og vinna þurfi gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þar á…

Kynlegur íþróttaannáll 2015

Höfundur: Guðrún Harpa Bjarnadóttir Með orðatiltækið „enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað“ í huga lagði ég af stað inn í árið 2015 og ákvað að mitt framlag til kosningarafmælisársins yrði mæling á því plássi sem íþróttaafrek karla annars vegar og kvenna hins vegar fá á íþróttafréttasíðum Fréttablaðsins. Þetta má sjá í myndaalbúminu…

Heimur gagnkynhneigðra karla?

Höfundur: Sigríður Finnbogadóttir Bicycling has done more to emancipate women than anything else in the world. I stand and rejoice every time I see a woman ride on a wheel. It gives women a feeling of freedom and self-reliance. – Susan B. Anthony, súffragetta, 1896   Íþróttaheimurinn hefur lengi vel verið heimur gagnkynhneigðra karlmanna. Ef…

Þarf píku til að skrifa íþróttafréttir um konur?

Höfundur: Erla Guðrún Gísladóttir Óformleg könnun á íþróttasíðum Fréttablaðsins í janúar 2015 leiðir í ljós að umfjöllun um íþróttakonur er í lágmarki. Því miður er niðurstaðan í fullu samræmi við fyrri rannsóknir og kannanir. Árið 1996 var umfjöllun um konur í íþróttum á síðum Morgunblaðsins 10,9%[1]. Veturinn 1999-2000 gerði Hilmar Thor Bjarnason könnun á hlutfalli…

Kynlegar íþróttafréttir

Höfundur: Guðrún Harpa Bjarnadóttir Ég hef haft óbilandi áhuga á íþróttum frá því ég man eftir mér, hef æft þær margar og lengi vel voru íþróttafréttirnar einu fréttirnar sem ég las. (Sem er reyndar ástæða þess að ég enn þann dag í dag les ég dagblöðin afturábak – íþróttafréttirnar í Mogganum voru nefnilega alltaf á…

Afrekskona fær fálkaorðu

Höfundur: Kristín Jónsdóttir 1. janúar 2015 var Sigrún Huld Hrafnsdóttir sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fæddist 12. janúar 1970, dóttir hjónanna Kristínar Erlingsdóttur og Hrafns Magnússonar. Hún ólst upp í Seljahverfinu og gekk í Öskjuhlíðarskóla til 18 ára aldurs. Hún vinnur hjá Nóa Síríus…

22. desember í jóladagatalinu er…. Kathrine Switzer

Höfundur: Brynja Huld Óskarsdóttir Kathrine Switzer fæddist 5. janúar 1947 í Þýskalandi og er bandarísk, rithöfundur, íþróttafréttakona og maraþonhlaupari. Hún er best þekkt fyrir að hafa verið fyrsta konan til þess að hlaupa Bostonmaraþonið, árið 1967. Kathrine Switzer byrjaði snemma að stunda íþróttir og ögra íþróttaheiminum, sem á þeim tíma var karllægur, skipulagður af körlum,…

Er kvennaboltinn í ruslflokki?

Höfundur: Aron Bjarnason Sum ykkar kannast kannski við að skoða íþróttasíður helstu fréttamiðlanna á klukkustundar fresti, bara til þess að vita örugglega um allt sem er að gerast í íþróttaheiminum. Ég er sjálfur mikill íþróttaáhugamaður og fylgist einmitt daglega með helstu íþróttasíðum landsins. Það fór því ekki fram hjá mér, og sennilega heldur ekki neinum sem…

Svífandi móðurlíf og skoppandi eistu

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Skíðastökk er karlaíþrótt, birtingarform hugrekkis og dirfsku, enda svimar lofthrædda við að fylgjast með hetjunum hugdjörfu fljúga á ólöglegum hraða fram af stökkpallinum.  Stökkpallar eru misstórir og í skíðaflugi af þeim stærsta er heimsmetið 246 metrar. Þetta er ekki fyrir heybrækur og lengi vel var talið að skíðastökk væri ekki á færi…