22. desember í jóladagatalinu er…. Kathrine Switzer

Höfundur: Brynja Huld Óskarsdóttir Kathrine Switzer fæddist 5. janúar 1947 í Þýskalandi og er bandarísk, rithöfundur, íþróttafréttakona og maraþonhlaupari. Hún er best þekkt fyrir að hafa verið fyrsta konan til þess að hlaupa Bostonmaraþonið, árið 1967. Kathrine Switzer byrjaði snemma að stunda íþróttir og ögra íþróttaheiminum, sem á þeim tíma var karllægur, skipulagður af körlum,…

20. desember í jóladagatalinu er… Sor Juana Inés de la Cruz

Höfundur: Katrín Harðardóttir Sor Juana Inés de la Cruz (12. nóvember 1648/1651-17. apríl 1695) var ljóðskáld, leikritahöfundur, fræðikona og nunna (sor þýðir systir) í Nýju-Mexíkó, á gullöld  spænskra bókmennta. Stíll hennar var barokkið og er ljóðið Primer Sueño einatt talið mikilvægasta heimspekiljóð sem samið hefur verið á spænska tungu. Af skrifum hennar má einnig draga þá…

19. desember í jóladagatalinu er….Sylvia Plath

Höfundur: Karlotta M. Leosdóttir Skáldkonan Sylvia Plath fæddist í Bandaríkjunum 1932 og lést í Bretlandi 1963, aðeins þrítug að aldri. Hún er eitt þekktasta kvenkyns skáld tuttugustu aldarinnar og eftir hana liggja fjöldamörg skáldverk. Fyrsta ljóð hennar var birt í blaðinu Boston Traveller þegar hún var aðeins 8 ára gömul. Hún var mikið fyrirmyndarbarn, afar…

18. desember í jóladagatalinu er …Leymah Gbowee

Höfundur: Hildur Guðbjörnsdóttir Leymah Gbowee er mikill kvenskörungur og brautryðjandi. Hún er friðarsinni, aðgerðasinni og kvenréttindakona. Með því að stofna og leiða öfluga kvennahreyfingu tókst henni að binda enda á áralanga borgarastyrjöld í heimalandi sínu, Líberíu. Hreyfingin vakti athygli fyrir mikla þrautseigju og baráttugleði, auk þess sem konurnar notuðu ýmsar frumlegar aðferðir til að koma…

17. desember í jóladagatalinu er … Gabriela Mistral

Höfundur: Katrín Harðardóttir Gabriela Mistral (7. apríl 1889 – 10. janúar 1957), menntafrömuður, skáldkona og nóbelsverðlaunahafi ólst upp í litlu þorpi í Andesfjöllum Chile. Hún var kölluð „la maestra de las Americas“, eða „kennslukona Ameríkanna“ [1], þótt hennar eigin skólagöngu hafi lokið fyrir tólf ára aldur. Ung beitti hún sér fyrir því að fátækar stúlkur fengju…