Mæðraveldi, staðalímyndir og bull

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Í dag er haldin ráðstefnan Karlar í yngri barna kennslu.. Þar segir í yfirskrift: „Einungis 1% leikskólakennara eru karlkyns hér á landi. Bæði stúlkur og drengir eiga skilið karlkyns fyrirmyndir. Það tekur hugmyndina frá drengjum að líta á starf leikskólakennara sem framtíðarstarf þegar svo fáir karlkyns leikskólakennarar eru starfandi.“ Hörður Svavarsson leikskólastjóri fékk…

Um karlmennsku…

Höfundur: Einar Sv. Tryggvason Sem unglingur gat ég notað mörg jákvæð orð um sjálfan mig: Góður námsmaður, skynsamur, fínn í fótbolta. En eitt orð fannst mér ég aldrei geta notað: Karlmannlegur. Því var mjög stíft haldið að mér af nokkrum skólabræðrum mínum – bæði meðvitað og ómeðvitað – að ég væri nú ekki beint „alvöru…

Karlar sem lesa ekki bækur eftir konur

Höfundur: Kristín María Kristinsdóttir >Mín tilfinning hefur lengi verið sú að karlar hafi minni áhuga á bókum eftir konur en karla. Ég hef lengi unnið í bókabúð og byggi þessa tilfinningu að miklu leyti á samskiptum mínum við viðskiptavini sem leitað hafa til mín eftir meðmælum. Það þykja þó ekki góð vinnubrögð að byggja mál…

Svarthvítt jafnrétti, rakarastofan og hvernig ég fer að því að vera ósammála sjálfri mér

Höfundur: Ásta Hlín Magnúsdóttir Knúzið kallaði í morgun eftir skoðunum íslenskra femínista á Rakarastofuráðstefnunni, ráðstefnu fyrir karla um jafnrétti kynja og kynbundið ofbeldi. Hugmyndin er til þess fallin að framkalla sterk viðbrögð og umræðu sem hins vegar hefur lítið farið fyrir, og Knúzið vildi heyra skoðanir. Ég er femínisti og langar að gera tilraun til…

Skortur á punglyndi

Höfundar: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir Nú er mottumars um land allt. Þetta er þjóðleg hefð, líkt og þorrinn, páskarnir og jólin. Í mottumars safna karlmenn hormottu á efri vör, greiða hana og snyrta, snúa upp á enda og útvega sér skeggvax. Keppnisskapið er svo mikið að sumir byrjuðu að efna í alskegg í haustbyrjun…

Auðvitað hata ekki allir karlar konur

en allir karlar hljóta að vita að þeir græða á kynjakerfinu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifaði grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hún ávarpaði karla og kallaði eftir því að þeir tækju afstöðu gegn kvennakúgun. Greinin hefur vakið gríðarlega harkaleg viðbrögð og af því tilefni birtum við hér þýðingu á grein breska blaðamannsins Laurie Penny úr…

Tíuþúsundkerlingin

Höfundur: Líf Magneudóttir Seðlabanki Íslands kynnir í dag nýjan seðil landsmönnum öllum til ánægju og yndisauka. Ég geri ráð fyrir því að útgáfan sé konum einmitt sérstakt ánægjuefni en því er víða haldið fram að þær séu alræmdar eyðsluklær og taki því öllum seðlum fagnandi. Síðast þegar nýr seðill var kynntur til sögunnar var það lágstemmdur tvöþúsundkall…