Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir skrifar: Frá upphafi hafa verið til staðar hugmyndir um mismunandi hlutverk og eðli kynjanna. Karlmenn eru tengdir við skynsemi og rökhugsun – konur við tilfinningar og órökvísi. Karlar tilheyra almannasviðinu: rými athafna, pólitíkur og valds en konur einkasviðinu: heimili og börnum. Um þetta, meðal annars, fjallar Mary Beard prófessor við Cambridge-háskóla í…

En hvað með lögin?

Í umræðum undanfarinna daga hefur oft verið vísað til þess að alþingismenn beri ábyrgð gagnvart kjósendum, í kosningum, og engir aðrir geti beitt þá viðurlögum vegna hegðunar þeirra. Þetta stemmir sannarlega við lög; stjórnarskrá geymir ákvæði um kjör þeirra og um sjálfstæði þeirra og þingsins og í almennum lögum er að finna fleiri ákvæði sem…

Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Irma Erlingsdóttir skrifar: Í bók sinni, Stjórnmál vináttunnar eða Politiques de l’amitié, skrifar franski heimspekingurinn, Jacques Derrida, að konur hafi frá upphafi verið útilokaðar frá vináttunni (sem í bók hans stendur fyrir skilgreiningarvaldið eða þá hugmyndafræði sem liggur samfélögum okkar til grundvallar — sjálft föðurveldið — í fullveldi og bræðralagi sínu). Þeir eru allir sammála um þetta, karlarnir í…

Löglegt en siðlaust. Hversu lengi getur vont versnað?

Þorgerður Þorvaldsdóttir skrifar: Þann 24. nóvember 2017 birtu rúmlega 400 konur úr öllum stjórnmálaflokkum #metoo-áskorun og 136 ofbeldissögur undir millumerkinu #ískuggavaldsins og þar með var íslensku #metoo-byltingunni hrundið af stað. Þá héldum við að botninum væri náð og nú væri aðeins hægt að spyrna sér uppá við. En tæplega ári síðar hittust fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir…

Illt umtal sem kúgunartól

Eyja Margrét Brynjarsdóttir skrifar: Eitt af því sem hefur verið rætt varðandi Klausturmálið og sem virðast vera nokkuð skiptar skoðanir um er hvort fyrirlitningartal, eins og þar átti sé stað, sé óvænt og óvenjulegt eða hvort þetta sé eitthvað sem búast má við. Fólk hefur verið hikandi við að samþykkja hið síðarnefnda því þá sé…

Þránað smjör. Nokkur orð um hómófóbíska orðræðu íslenskra popúlista

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar: „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokks og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þessi undarlega anekdóta fékk að flakka í Klaustursumræðunum svokölluðu, en þar líkti Gunnar Bragi skipun Geirs H.Haarde í sendiherrastöðu við endaþarmsmök samkynhneigðra karla. Fyrir utan hið augljósa, það…

Á hvern hallar? – viðbrögð við pistli Sögu Garðarsdóttur

Höfundur: Þórhildur Þorleifsdóttir Ég var að lesa pistil Sögu Garðarsdóttur á vefritinu Knúz þar sem hún bregst við orðum Ara Matthíassonar í einhverju viðtali. Viðtalið reyndar hvorki heyrði ég né sá, og ætla því ekki að hafa skoðun á, en Saga bregst snaggaralega við og varpar fram athyglisverðri spurningu. Af hverju þykja það tíðindi, sem hugsanlega þarf…

KSHK er ekki prívat SAFT verkefni

Höfundur: Helgi Eiríkur Eyjólfsson Facebook albúmið KSHK [Karlar sem hata konur] sem síðar þurfti að breyta í tumblr síðu gengur ekki, að mínum skilningi allavega, út á að hvetja til ábyrgrar netnotkunar sem margir virðast halda. Eins og Hildur Lilliendahl hefur sagt margoft hóf hún að safna skjáskotum af kvenhatursummælum sem hún fann á internetinu.…