Veröld sem var en verður kannski ekki: Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen

Gósenlandið er ný kvikmynd eftir Ásdísi Thoroddsen sem um þessar mundir er sýnd í Bíó Paradís, þriðja myndin í syrpu mynda um íslenska verkmenningu og fjallar hún um íslenska matarmenningu. Í raun mætti segja að umfjöllunarefni myndarinnar sé veröld sem var, eða veröld sem óðum mun hverfa á tímum loftslagsbreytinga og tilrauna til að sporna…

Rýr hlutur kvenna í breskri kvikmyndagerð

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Ég heiti „John Smith“ og ef ég verð ekki búinn að sofa hjá þér þegar vikan er liðin er ég ekki „John Smith“. Í pallborði um hlut kvenna í breskri kvikmyndagerð, sl. þriðjudagskvöld, sagði fulltrúi WIFT í Bretlandi að sennilega hefðu flestir í salnum heyrt um frægan breskan leikstjóra, sem kynnti sig…

Old Bessastaðir – sjaldan er ein klisjan stök

Höfundar: Ása Fanney Gestsdóttir og Katrín Harðardóttir Það er ekkert verið að skafa utan af því í leikritinu Old Bessastaðir sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Íslenski þjóðernisrembingurinn, óttinn við útlendinga, pólítískar tilraunir og almennur plebbaskapur er dreginn miskunnarlaust fram í dagsljósið. Ítrekað heyrast kunnuglegir og klisjukenndir frasar úr orðræðu dagsins, hugsað er í „heildrænum…

Súffragettur ræða Kúgun kvenna (og rífast um tombólur)

Höfundur: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Sunnudaginn 27. september 2015 var afhjúpaður á Blönduósi minningarstöpull um Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal sem lést árið 1887 aðeins 23 ára að aldri, drukknaði af skipi á leið til náms í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir stutta ævi skildi þessi ungi maður eftir sig mikinn fjársjóð í íslenskri menningarsögu, íslenska þýðingu á…

19. desember í jóladagatalinu er….Sylvia Plath

Höfundur: Karlotta M. Leosdóttir Skáldkonan Sylvia Plath fæddist í Bandaríkjunum 1932 og lést í Bretlandi 1963, aðeins þrítug að aldri. Hún er eitt þekktasta kvenkyns skáld tuttugustu aldarinnar og eftir hana liggja fjöldamörg skáldverk. Fyrsta ljóð hennar var birt í blaðinu Boston Traveller þegar hún var aðeins 8 ára gömul. Hún var mikið fyrirmyndarbarn, afar…

Píkan mín

Höfundur: Sigríður Nanna Gunnarsdóttir Helvítis píkan mín „Mamma, hvað þýðir eiginlega orðið klobbi?“ Spurði tæplega fjögurra ára telpan og mér fannst ég hafa unnið stórsigur, enda hef ég barist við sjálfa mig og pínt mig til að kenna henni rétt orð yfir líkamshluta sinn. Við erum þónokkrar stúlkurnar sem fengum ekki að læra almennilegt orð yfir…

Alison Bechdel

Höfundur: ritstjórn Alison Bechdel er snillingur. Það finnst a.m.k. ráðamönnum MacArthur-sjóðsins, sem ákváðu að veita henni styrk, (sjá nánar hér) ásamt 20 öðrum snillingum, sem að mati þeirra hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að réttlæti og friði í heiminum.Styrkirnir eru veittir samkvæmt nafnlausum tilnefningum. Enginn getur sótt um þá og enginn veit hverjir koma til…

100 prósent karlakvóti

„Ég bið að heilsa Steinunni,“ sagði Ines Pohl, aðalritstýra þýska dagblaðsins Tageszeitung, við mig fyrir nokkrum misserum, þegar ég starfaði við blaðið, en þær höfðu þá nýverið hist á alþjóðlegri ráðstefnu áhrifakvenna í fjölmiðlum. Pohl er ein örfárra kvenna í Þýskalandi sem gegna stöðu aðalritstjóra dagblaða þar í landi. Á þessu verða vonandi breytingar á…

Að vera eða ekki vera – í kvenfélagi

Sú var tíðin að ég hefði fremur viljað finnast dauð á víðavangi en lifandi á kvenfélagsfundi. Kvenfélagsfundir voru – taldi ég – hallærissamkomur þar sem smáborgaralegar kerlingar komu saman til að kjafta og kvaka til að drepast ekki úr leiðindum ella, fjöldaframleiddu rjómatertur með kokkteilávöxtum, rósaleppavettlinga og servíettuhringi og prönguðu inn á fólk undir því…