Mikilvægt fordæmi Emmu Thompson

Emma Thompson sagði upp vinnu sinni við myndina Luck á dögunum og ritaði í framhaldinu bréf til teiknimyndafyrirtækisins Skydance um ástæður sínar. Í bréfinu leggur hún fram nokkrar spurningar sem varða ábyrgð og skyldur valdafólks í kvikmyndabransanum og hvernig bregðast skuli við metoo-hreyfingunni. Ástæðan uppsagnar Emmu Thompson er að John Lasseter var ráðinn að verkefninu,…

Skjól, skart og þjóðerni – kvikmyndagagnrýni

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Í daglegu máli á hugtakið búningur við um klæðnað sem fólk klæðist til að leika hlutverk, hvort sem það er tengt starfi (sbr. lögreglubúningur) eða leik. Íslenski þjóðbúningurinn hefur mér því alltaf fundist bera nafn með rentu þó að mér hafi fundist óljóst hvaða hlutverk fylgir búningnum. Hann tengist þó óneitanlega…

Saga þernunnar eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood

 Höfundur: Magdalena Schram   ,,Mig langar ekki til að vera að segja þessa sögu“ segir Offred, sögukona þessarar bókar aftur og aftur. Þó verður hún að halda áfram að segja söguna og lesandinn verður að halda áfram að lesa þessa óhugnalegu en hræðilega spennandi bók. Sagan gerist í Gilead-lýðveldinu, sem verður til í náinni framtíð…

Rýr hlutur kvenna í breskri kvikmyndagerð

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Ég heiti „John Smith“ og ef ég verð ekki búinn að sofa hjá þér þegar vikan er liðin er ég ekki „John Smith“. Í pallborði um hlut kvenna í breskri kvikmyndagerð, sl. þriðjudagskvöld, sagði fulltrúi WIFT í Bretlandi að sennilega hefðu flestir í salnum heyrt um frægan breskan leikstjóra, sem kynnti sig…

Suffragette, Meryl og rotnu tómatarnir

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Kvikmyndin Suffragette opnaði kvikmyndahátíðina í Lundúnum í gærkvöldi (sl. miðvikudagskvöld). Undanfarin ár hef ég fylgst með gerð myndarinnar og varla getað beðið eftir að sjá hana. Myndin fjallar um baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti í upphafi síðustu aldar. Ég vissi lítið meira um súfragetturnar en að baráttan hefði verið hörð, þær hefðu brotið rúður, sprengt…

Konurnar hans Mike

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir   Þær eru margslungnar, konurnar í kvikmyndum Mike Nichols. Hann skrifaði handritin reyndar sjaldnast sjálfur, þau voru gjarnan byggð á leikritum eða bókum annarra, en myndir hans eiga þó allar sameiginlegt að kvenpersónurnar eru hvorki einfaldar né flatar. Ég sé fyrir mér að leikkonurnar sem túlkuðu þær á eftirminnilegan hátt hafi hoppað…

Alison Bechdel

Höfundur: ritstjórn Alison Bechdel er snillingur. Það finnst a.m.k. ráðamönnum MacArthur-sjóðsins, sem ákváðu að veita henni styrk, (sjá nánar hér) ásamt 20 öðrum snillingum, sem að mati þeirra hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að réttlæti og friði í heiminum.Styrkirnir eru veittir samkvæmt nafnlausum tilnefningum. Enginn getur sótt um þá og enginn veit hverjir koma til…

Karlahlutverkin sex sem konur fá aldrei að sjá í bíómyndum

Höfundar: Christina H og C. Coville Þýðing: Guðný Elísa Guðgeirsdóttir og Jón Thoroddsen Ef þú hefur einhvern tímann vafrað á internetinu, hefurðu líklega fengið miklu meira en nóg af að heyra að okkur vanti fleiri sterkar kvenhetjur. Fólk áttar sig ekki á að það er löngu búið að uppræta sexismann og fullkomins jafnræðis gætir nú…