Af svokölluðu tálmunarfrumvarpi

Að fá ekki að umgangast ástvin getur verið óendanlega sárt. Það er því ekki að undra að það snerti taugar margra þegar rætt er um tálmanir, nánar tiltekið tilfelli þar sem foreldri sem fer með forræði stendur í vegi fyrir því að hitt foreldrið fái að hitta barnið. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga…

Leyndardómar fornafna og femínísk málstýring

Höfundur: Katrín Harðardóttir Í liðinni viku fór undirrituð á fyrirlestur Marciu Allison, doktorsnema frá Annenberg School for Communication and Journalism, University of Southern California. Fyrirlesturinn, sem var á vegum Málfræðifélagsins, hét G“hen”der Neutral: (Post)- Feminism, Feminist Language Planning, and Gender Neutrality, og eins og titillinn ber með sér fjallaði Marcia um (síð-)femínisma, femíníska málstýringu og kynhlutleysi…

Jafnréttistorg – kennsluvefur um jafnréttiskennslu

Höfundur: Fríða Rós Valdimarsdóttir Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar opnaði á dögunum heimasíðu þar sem finna má gagnlegt efni til jafnréttiskennslu og starfsþróunar. Vöntun hefur verið á stað sem hægt er, með einföldum hætti, að nálgast kennsluefni fyrir jafnréttiskennslu. Því var lagt í þá vegferð að safna saman á einn stað hvers konar fræðslu og kennslu…

Af þrám og „kynskiptum”

Höfundur: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Ég hélt eitt sinn fræðsluerindi hjá ónefndum samtökum um trans málefni. Þar fjallaði ég um orðanotkun, hugtök og hvernig það væri hagsmunamál okkar allra að tileinka okkur rétta nálgun. Í lok fyrirlestrarins var svo boðið upp á spurningar og umræður og tók þá ungur maður til máls. „Já, þú ert…

Kyn, starfsframi, laun – og jafnlaunastaðall

Höfundur: Kristín Jónsdóttir   Hinn 20. maí síðastliðinn var haldinn fundur á vegum tveggja ráðuneyta undir heitinu Kyn, starfsframi og laun. Þar voru kynntar niðurstöður rannsóknarverkefna aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Um var að ræða tvær rannsóknir, annars vegar fyrstu íslensku rannsóknina á kynbundnum launamun sem nær yfir vinnumarkaðinn í heild og…

Hán – nýtt persónufornafn?

Höfundur: Alda Villiljós Þegar ég var barn var kynímynd mín, líkt og margra annarra barna, ekki sérstaklega sterk. Jú, ég klæddi mig upp í prinsessukjóla, helst á hverjum degi, og svaraði ekki öðru nafni en Þyrnirós í lengri tíma, en seinna fékk ég frekjukast þegar mamma kallaði mig inn og sagði mér að ég gæti…

Að skilja útundan á íslensku

Síðasta sumar staldraði ég við þessa auglýsingu frá Pennanum í Fréttablaðinu. Fyrirsögn hennar „Ertu örvhentur, lesblindur eða með aðra náðargáfu?“ fór í taugarnar á mér, því hún, eins og ótrúlega margar fyrirsagnir og textar sem er ætlað að ávarpa stóran hóp af báðum kynjum, er í karlkyni. Ég skutlaði henni inn á Facebook-síðu Knúz.is undir…

Að vera eða ekki vera – í kvenfélagi

Sú var tíðin að ég hefði fremur viljað finnast dauð á víðavangi en lifandi á kvenfélagsfundi. Kvenfélagsfundir voru – taldi ég – hallærissamkomur þar sem smáborgaralegar kerlingar komu saman til að kjafta og kvaka til að drepast ekki úr leiðindum ella, fjöldaframleiddu rjómatertur með kokkteilávöxtum, rósaleppavettlinga og servíettuhringi og prönguðu inn á fólk undir því…