Yfirlýsing AGN til stuðnings þolendum

Við, aktívistar gegn nauðgunarmenningu, stöndum með þolendum kynbundins ofbeldis. Sérstakan kjark þarf til að stíga fram gegn gerendum sem virðast ósnertanlegir vegna vinsælda og/eða valdastöðu í þjóðfélaginu. Við fordæmum þær árásir sem þolendur, og þau sem styðja þolendur, hafa orðið fyrir. Ása Fanney GestsdóttirHalldóra JónasdóttirGuðný Elísa GuðgeirsdóttirGunnur Vilborg GuðjónsdóttirSteinunn Ýr EinarsdóttirHildur GuðbjörnsdóttirElísabet Ýr AtladóttirHelga ÓlöfRagnhildur…

Samfélagið og þolendur þess

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar: Ég hef oft orðið vitni að sundrungu, heift og reiði í umræðum í femínískum rýmum, sem er afar skiljanlegt þar sem femínistar takast á við samfélagslega flókin vandamál sem snerta oftar en ekki  erfiðustu og viðkvæmustu tímabilin í lífi fólks. Þegar einstaklingar  eru ósammála um viðkvæm málefni er erfitt að stíga til…

Kvennamorð eru þjóðarmorð

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hundruðir kvenna fækkuðu fötum og létu í sér heyra í Buenos Aires í lok síðasta mánaðar, til þess að vekja athygli á fjölda þeirra kvennamorða sem framin eru í Argentínu. Staðsetning mótmælanna var ekki handahófskennd, heldur áttu þau sér stað á þremur stöðum í borginni, fyrir framan Bleika húsið þar sem skrifstofur forsetans…

Áhyggjur Rótarinnar af gæðum og öryggi í meðferð

Tilkynning frá Rótinni, Félagi um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda.   Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar, og ein aðalástæða þess að félagið var stofnað, eru bætt gæði og öryggi kvenna og barna í meðferðarkerfinu. Embætti landlæknis er þetta vel kunnugt þar sem félagið hefur sent embættinu, og öðrum yfirvöldum, fjölda erinda þar að lútandi. Einnig…

Tálmunarfrumvarpið og þegnréttur kvenna

„The more value-neutral a conceptual framework appears, the more likely it is to advance the hegemonous interests of dominant groups, and the less likely it is to be able to detect important actualities of social relations.“ Sandra Harding (2009) Í frumvarpi til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, sem lagt hefur verið fram á…

Af svokölluðu tálmunarfrumvarpi

Að fá ekki að umgangast ástvin getur verið óendanlega sárt. Það er því ekki að undra að það snerti taugar margra þegar rætt er um tálmanir, nánar tiltekið tilfelli þar sem foreldri sem fer með forræði stendur í vegi fyrir því að hitt foreldrið fái að hitta barnið. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga…

Kynferðislegt ofbeldi innan stjórnmála: Frakkland (og örugglega víðar)

Þýðing og formáli: Guðrún C. Emilsdóttir Þann 9. maí sl., fór í gang undirskriftasöfnun til höfuðs ábyrgðaraðila innan stjórnmálaflokka, þingsins og annarra stjórnarstofnana vegna þess kynferðislega ofbeldis sem viðgengst innan franskra stjórnmála. Í yfirlýsingunni er skorað á þessa aðila að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á öllum stigum valdapíramídans…

Viljinn til verka

Höfundur: Katrín Harðardóttir Í kjölfar byltinganna í sumar sem leið sendi Knúzið opið bréf til ríkisstjórnar Íslands þar sem lagðar voru fram „spurningar um aðgerðir, vilja og hugsanleg viðbrögð hvers ráðuneytis“ við kynbundnu ofbeldi. Svar barst frá Velferðarráðuneytinu sem bauð á fund með ráðherra og sendi í framhaldi þetta bréf. Í bréfinu kemur fram að ásamt innanríkis-…

Hvað hefur kyn að gera með heimsfrið?

Höfundur: Valerie M. Hudson Þýðandi: Kristín Jónsdóttir Hér er birt þýðing á fjögurra ára gamalli grein, en hún birtist upphaflega á vefritinu Foreign Policy. Hún er sem sagt skrifuð tveimur árum áður en bandaríski herinn dró sig í hlé frá Afganistan og í henni er ákall til bandarískra yfirvalda um að þrýsta áfram á afgönsk…

Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…