Uppeldi drengja – gusa frá móður.

Höfundur: Julie Kaiser-Hansen Taylor Ég spjallaði eitt sinn við mjög skynsama móður afar greinds sjö ára drengs. Hann átti erfitt með að sitja kyrr í kennslustundum en var hins vegar 3-4 árum á undan jafnöldrum sínum í stærðfræði. Kennarinn hafði ákveðið að drengurinn mætti valsa um stofuna að vild og sitja í gluggakistunni ef hann vildi.…

Reiðilestur eða rökræður? … Eða hvað vita heimspekingar um kynjamál?

 Höfundur: Jóhann Björnsson Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar ég starfaði við fræðsludeild Alþjóðahúss. Mitt hlutverk var meðal annars að fara í fyrirtæki og skóla og ræða við fólk um fordóma og fjölmenningu, oftar en ekki þar sem útlendingaandúð var mikil. Sérstaklega er mér minnistæð ein vika sem ég dvaldi við grunnskóla nokkurn á Akranesi.…

Útgeislun yfir viðmiðunarmörkum

Frá Ritstjórn   Forðum daga var keppt í fegurð í Tívolí, og stúlkurnar skulfu af kulda á sviðinu í Vatnsmýrinni. Þá var brúnkuspreyið enn óuppfundið og stúlkurnar allar bláhvítar nema sú sem hafði verið í útlöndum, enda var keppninni frestað svo hún gæti verið með og sigrað. Þá var þetta grímulaus keppni í staðlaðri útlitsfegurð, sem…

Konur í karlaveldi – Út í vitann eftir Virginiu Woolf

Höfundur: Herdís Hreiðarsdóttir Árið 1927 kom út í Bretlandi skáldsagan To the Lighthouse eftir Virginiu Woolf. Hún hefur jafnan verið talin til tímamótaverka tuttugustu aldarinnar og hefur verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál í áranna rás. Fyrir síðustu jól kom hún í fyrsta sinn út á íslensku, undir heitinu Út í vitann. En hver var…

Af dillibossum og femínískum gleðispillum

 Höfundur: Arndís Bergsdóttir Ég er ekki húmorslaus femínisti. En ég er femínískur gleðispillir[1]. Þessi pistill er gleðispillir! Það er eins gott að segja það strax. Slíkir gleðispillar neita að taka þátt í gleðinni sem umvefur ákveðna viðburði eða atvik en nota hvert tækifæri til að benda á kynjamisrétti. Þar sem kynjakerfið er allsstaðar er ekki…

Kynlegar athugasemdir

Höfundar: Elín Inga Bragadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir Í apríl 2014 var umræðuhópurinn Kynlegar athugasemdir stofnaður á Facebook. Hann óx hratt og meðlimir urðu rúmlega ellefu þúsund. Tilgangur hans var þessi: Vettvangur fyrir fólk til að deila aðstæðum og/eða athugasemdum sem eru bundnar við kynferði og það hefur orðið fyrir í hversdagslífi sínu. Fyrir annað…

JafnRéttó

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík þar sem um 30 skólar keppa um að komast með atriðin sín í úrslit í Borgarleikhúsinu. Eitt þeirra vakti sérstaka athygli Knúzz og því var haldið í heimsókn í Réttarholtsskóla til fundar við stóran og fjörugan hóp unglinga sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Í forsvari…

Í jafnréttisleik um jólin

Höfundur: Halla Sverrisdóttir Í dag er föstudagur og það ekki bara föstudagur heldur „svartur föstudagur“ – einnig þekktur sem „Black Friday“. Sá bandaríski og breski siður að ræsa jólaverslunarvertíðina með því að bjóða mikinn afslátt og sérkjör af vinsælum vörum þennan síðasta föstudag áður en aðventan gengur í garð hefur greinilega borist hingað til lands, því…