Mikilvægt fordæmi Emmu Thompson

Emma Thompson sagði upp vinnu sinni við myndina Luck á dögunum og ritaði í framhaldinu bréf til teiknimyndafyrirtækisins Skydance um ástæður sínar. Í bréfinu leggur hún fram nokkrar spurningar sem varða ábyrgð og skyldur valdafólks í kvikmyndabransanum og hvernig bregðast skuli við metoo-hreyfingunni. Ástæðan uppsagnar Emmu Thompson er að John Lasseter var ráðinn að verkefninu,…

Bréf frá einni konu

Þegar ég sagði frá þessu í fyrsta sinn byrjaði frásögnin svona: „Ég hefði auðvitað átt að átta mig á því í hvað stefndi, mikið ofboðslega get ég verið vitlaus.“ Og hún hélt reyndar áfram með þessum hætti, með ýmsum formum af sjálfsásökunum. Vinkona mín þurfti að taka fast í axlirnar á mér, horfa í augun…

Fyrir luktum dyrum #metoo

#metoo fjölskyldutengsl er hópur á Facebook sem er vettvangur kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í hópnum eru konur sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, margar sem börn og af hálfu nákominna ættingja og konur sem hafa verið beittar ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Yfirlýsing: Konur sem stigið hafa…

Cynthia Enloe kíkir á klakann

Knúzið fór á fyrirlestur Cynhtiu Enloe sem haldinn var í Háskóla Íslands í síðustu viku og Jafnréttisskóli SÞ stóð fyrir. Enloe er einstaklega skemmtilegur fyrirlesari og átti auðvelt með að hrífa viðstadda með sér, neistar og hlátrasköll svo að segja flugu á milli í salnum. Enloe hefur unnið að femínísku rannsóknum í áraraðir og gefið út…

Sem svín skaltu fæðast?

Höfundur: Leïla Slimani. Kristín Jónsdóttir þýddi.   Ganga utandyra. Taka metró á kvöldin. Fara í mínípils, fleginn topp og háa hæla. Dansa ein á miðju dansgólfinu. Mála mig eins mikið og mig langar. Taka leigubíl pínu drukkin. Leggjast hálfnakin í grasið. Húkka far. Taka næturstrætó. Ferðast einsömul. Fá mér drykk ein, á terrössu. Hlaupa eftir…

Íþróttakonur segja frá #metoo

Undanfarnar vikur hafa þúsundir íslenskra kvenna stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Um er að ræða hverja starfsgreinina á fætur annarri, þar sem kynbundið ofbeldi og misrétti er við lýði og hefur viðgengist óáreitt. Andlegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi gegn konum á sér…

Hælbíturinn á Hringbraut

Þegar #metoo-átakið – sem sumir kalla byltingu – barst til Íslands voru stjórnmálakonur einna fyrstar til að sýna það hugrekki að stíga fram og opna ormagryfjuna. Ef til vill voru þær of fljótar á sér að birta sögur sínar, því þegar augu flestra landsmanna höfðu opnast fyrir þeirri kvenfyrirlitningu sem hefur löngum gegnsýrt samfélagið og…

Yfirlýsing frá konum innan menntageirans

Kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni og mismunun viðgengst enn í skjóli þagnar. Um árabil hafa konur þagað yfir misréttinu sem þær eru beittar innan menntastofnana. Það krefst hugrekkis að stíga fram fyrir skjöldu og segja opinberlega frá reynslu sinni og við þökkum öllum þeim konum sem hafa deilt sínum frásögnum. #MeToo Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta…

Yfirlýsing kvenna í læknastétt #ekkiþagnarskylda

Konur í læknastétt segja frá: Í Siðareglum lækna segir í 22. grein: “Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu…” Langflestir samstarfsmanna okkar eru heiðursmenn sem virða þessar reglur í hvívetna. Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því…

Veldur #metoo þér vanlíðan?

Adda Ingólfs Heiðrúnardóttir skrifar: Er #metoo að valda þér vanlíðan? Það er allt í lagi, við eigum öll erfitt núna. Mig langar að deila með ykkur hugleiðingum um sálræn áhrif #metoo hreyfingarinnar. Ég fór til sálfræðings í gær og hún sagði mér að önnur hver manneskja sem kemur inn um dyrnar hjá henni þessa dagana…