Handan fyrirgefningar

#TW“ Fyrir sléttum þremur árum ritaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir þessa færslu á Facebook með fyrirsögninni „Má ég fyrirgefa nauðgaranum„. Þar segir hún meðal annars þetta: „Það er löngu hætt að vera leyndarmál að mér var nauðgað þegar ég var unglingur. Það sem færri vita, hins vegar, er að ég baslaði árum saman við að fyrirgefa það,…

Nauðgun í litlu samfélagi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir var meðal ræðumanna í Druslugöngunni í ár en hún vinnur að mastersritgerð í félagsfræði um viðbrögð við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum. Hún segir þolendur kynferðisofbeldis í litlum bæjarfélögum sem segja frá og kæra málin oft fá neikvæð viðbrögð sem felist í svipbrigðum, hunsun, um þá sé mikið talað og jafnvel gert lítið úr…

Artimisia Gentileschi

Höfundur: María Hrönn Gunnarsdóttir Áleitnari tjáningu á nauðgun og afleiðingum hennar er vart hægt að finna en í málverki Artimisiu Gentileschi, Júdit afhöfðar Hólófernis, frá því snemma á 17. öld. Er þar vísað til atburðar sem sagt er frá í biblíunni. Málverkið sýnir tvær ungar og sterkar konur halda karli niðri á meðan önnur þeirra…

Hvert ör segir sögu

Höfundur: Jóhanna Húnfjörð Örin að innan og örin að utan eru sagan mín, sagan mín sem ég faldi í alltof langan tíma. Loksins þegar ég fann kjarkinn til að tala þá fyrst gat ég verið ég sjálf og fundið næsta skref í lífi mínu. Mitt næsta skref var að elska sjálfa mig á hverjum einasta degi…

„Hún þarf þá að sanna það!“

*TW* Þetta sagði auðjöfurinn Ehsan Abdulaziz þegar hann var kærður fyrir nauðgun í Bretlandi og kom þar fyrir rétt í liðinni viku. Margt við þetta mál er ótrúlegt og fáránleikinn náði nýjum hæðum þegar hann var sýknaður af kærunni eins og hér má lesa nánar um í grein Daily Mail. Málsatvik voru þau að hann…

Litla samfélagið

Höfundur: Lísbet Harðar-Ólafardóttir Erindi frá málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum, sem haldið var af Jafnréttisstofu föstudaginn 4. desember. Sólstafir, eru eins og Aflið, eins og Stígamót, eins og Drekaslóð. Ég nota yfirleitt hliðstæð samtök til samlíkingar þegar ég útskýri fyrir nýjum eyrum um hvað starfsemi okkar í Sólstöfum…

Sýknun til samræmis?

Síðdegis í gær birti Hæstiréttur dóm í kynferðisbrotamáli. Þessi dómur er svo frábrugðinn öðrum sem birst hafa í vikunni að við fyrstu sýn mætti ætla að annað hvort hafi Hæstarétti orðið á í messunni eða að villur séu í frétt RÚV, en þaðan er þetta skjáskot komið. Málsatvik Ákærði er karlmaður og kært er fyrir…

NEI ÞÝÐIR NEI, ALLTAF OG ALLS STAÐAR

Höfundur: Kristín Ástgeirsdóttir Í gærkvöldi sýndi danska sjónvarpið DR2 bandarísku heimildamyndina The Hunting Ground. Þetta er glæný mynd (2015) sem fjallar um nauðganir og nauðgunar(ó)menningu í bandarískum háskólum. Ímyndið ykkur ekki að þarna hafi verið um einhverja annars flokks háskóla að ræða. Við sögu komu Harvard, Stanford, Berkeley, MIT, Columbia og nánast hver einasti háskóli…

Skuggarnir leysast ekki lengur upp

*TW*  *Efnisviðvörun* Höfundur: Kristín Jónsdóttir Mánudaginn 9. nóvember 2015 má líklega halda því fram að stór hluti þjóðarinnar hafi vaknað upp af einhvers konar blundi. Ég vil ekki segja værum blundi, því jú jú, við heyrum alltaf við og við af nauðgunarmálum. Karl er grunaður, brotaþoli fór á sjúkrahús til skoðunar, málið er í rannsókn…

Ákall til kvenna!

*TW* *Efnisviðvörun Elsku konur, Við erum hér fjórar konur, Drífa Pálín Geirsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Þorbjörg Matthíasdóttir og Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, sem eru að fara að stað með spennandi verkefni sem hefur alla burði til að verða stórfenglegt. Um er að ræða myndlistarverk sem yrði sett upp á sýningu, og þegar sýningunni lyki færi það í…