Yfirlýsing AGN til stuðnings þolendum

Við, aktívistar gegn nauðgunarmenningu, stöndum með þolendum kynbundins ofbeldis. Sérstakan kjark þarf til að stíga fram gegn gerendum sem virðast ósnertanlegir vegna vinsælda og/eða valdastöðu í þjóðfélaginu. Við fordæmum þær árásir sem þolendur, og þau sem styðja þolendur, hafa orðið fyrir. Ása Fanney GestsdóttirHalldóra JónasdóttirGuðný Elísa GuðgeirsdóttirGunnur Vilborg GuðjónsdóttirSteinunn Ýr EinarsdóttirHildur GuðbjörnsdóttirElísabet Ýr AtladóttirHelga ÓlöfRagnhildur…

Samfélagið og þolendur þess

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar: Ég hef oft orðið vitni að sundrungu, heift og reiði í umræðum í femínískum rýmum, sem er afar skiljanlegt þar sem femínistar takast á við samfélagslega flókin vandamál sem snerta oftar en ekki  erfiðustu og viðkvæmustu tímabilin í lífi fólks. Þegar einstaklingar  eru ósammála um viðkvæm málefni er erfitt að stíga til…

Skemmtilega ofbeldið

Höfundur: Ingunn Sigmarsdóttir Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast fer ég enn og aftur að heyra „stuðlagið“ Frystikistulagið í útvarpinu. Ég verð hreint og beint brjáluð í hvert skipti sem ég heyri þennan viðbjóðslega texta sem fjallar um heimilisofbeldi í sinni verstu mynd. Oft hef ég reynt að hefja máls á þessu en hef alltaf verið taln…

Ofbeldið sem ekki má ræða

Höfundur: Helga Baldvins Bjargar Mér finnst allt þetta Stígamótamál vægast sagt ömurlegt. Í dag er ég óvinnufær. Ég er greind með mjög alvarlegt þunglyndi og kvíða og komin á kvíðalyf í fyrsta skipti á ævinni. Mig dreymir martraðir, ég forðast að vera úti á meðal fólks og upplifi mig óörugga í femínískum rýmum. Ég óttast…

Í MINNINGU FALLINNA SYSTRA

  eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur *TW lesendaviðvörun* Í dag, 8. mars, er alþjóðabaráttudagur kvenna. Í hvers kyns baráttu er mikilvægt að nema staðar reglulega, líta yfir farinn veg og heiðra fallna félaga. Frá því 21. öldin hóf innreið sína hafa tíu íslenskar konur verið myrtar.* Við vitum ýmislegt um líf og dauða þessara föllnu systra…

„An issue of structure“ – þátttökukall!

Höfundur: Katrín Harðardóttir An issue of structure er rannsóknardrifið listaverk eftir sænsku listakonuna Snövit Snow Hedstierna. Tilgangur verkefnisins er að skapa stærsta hljóðskjalaverk um kynjajafnrétti á Norðurlöndunum, sem enn skora hæst í skýrslu WEF (World Economic Forum) um kynjajafnrétti á heimsvísu. Verkefnið er í vinnslu en það samanstendur af 250-500 röddum og upptökum þar sem viðmælendur svara…

Gleymt er þá gleypt er – klámnotkun ungra karla

Höfundar: Alexandra Antevska og Nicolas Gavey Þýðandi: Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir Almennt er viðurkennt að klámnotkun ungra karlmanna sé orðin viðtekin venja. Talið er að klámefnið sem þeir horfa á sé að mestu leyti „hefðbundið gagnkynhneigt efni“, þar sem karlarnir ráða en hlutverk kvenna er að vera undirgefin viðföng þeirra. Af hverju horfa menn á klám? Hvaða…

Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…

Sýknun til samræmis?

Síðdegis í gær birti Hæstiréttur dóm í kynferðisbrotamáli. Þessi dómur er svo frábrugðinn öðrum sem birst hafa í vikunni að við fyrstu sýn mætti ætla að annað hvort hafi Hæstarétti orðið á í messunni eða að villur séu í frétt RÚV, en þaðan er þetta skjáskot komið. Málsatvik Ákærði er karlmaður og kært er fyrir…

UM FEÐRAVELDIÐ, NAUÐGUNARMENNINGU OG KARLARSEMHATAKONUR SAMFÉLAGIÐ

Höfundur: Þorgerður Þorvaldsdóttir *TW* Á umliðnu ári hafa ungar, hugrakkar og djarfar stúlkur risið upp gegn feðraveldinu, ríkjandi nauðgunarmenningu, #karlarsemhatakonur samfélaginu og verið með mótspyrnu og usla, öskrað og spyrnt á móti – ég er að tala um ‪#‎freethenipple‬ í mars, ‪#‎þöggun‬ ‪#‎konurtala‬ þar sem hundruðir kvenna og stúlkna rufu þagnarmúrinn og sögðu frá kynferðislegu…