Orðræða um þungunarrof

Eva Dagbjört Óladóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi. Það er greinilegt eftir umræðu síðustu mánaða að það setur ugg að mörgum við tilhugsunina um greiðari aðgang kvenna að þungunarrofi, sem og að þungunarrofi seinna á meðgöngu. Þá eru fyrstu viðbrögð oft yfirlýsingar um nauðsyn þess að „vernda börnin“. Við þessar óskir um vernd barna bætir fólk svo…

Kynjafordómar, samfélagsmiðlar og lýðræði

María Rún Bjarnadóttir skrifar: Það er löngu viðurkennt að ganga megi lengra í umfjöllun um stjórnmálamenn en almenna borgara. Nýleg samantekt frá Independent Committee for Standard on Public Life sýnir að í aðdraganda síðustu þingkosninga á Bretlandi þurftu frambjóðendur að þola alvarlegri hótanir og ógnanir en svo að það geti talist til eðlilegrar „umfjöllunar“. Þar…

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Höfundur: Dr. Auður H. Ingólfsdóttir. Hvað í ósköpunum hafa loftslagsbreytingar með feðraveldið að gera? Þetta er spurning sem ég hef oft fengið undanfarin ár í tengslum við doktorsverkefnið mitt þar sem ég beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi. Í bók kanadíska aðgerðasinnans Naomi Klein, This Changes Everything, er loftslagsbreytingum stillt upp…

Ósk um álit siðanefndar

„Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, óskar eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Við horfum þá sérstaklega til III. kafla í Codex Ethicus LÍ. Viðtalið nefnist…

Skuggahliðar athugasemdanna

Netníð fer vaxandi um allan heim. Um 70 milljónir athugasemda hafa verið skráðar á vefsvæði Guardian í Bretlandi síðan 2006 og við úttekt á þeim kom í ljós að af þeim tíu höfundum sem mestan óhróður fengu voru átta konur og karlarnir tveir voru svartir.  Í þessari umfjöllun er rætt við þrjá höfunda, rýnt í…

Af kynfrelsi og sviðslistum

Höfundar: Katrín Harðardóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir Þetta hefur heldur betur verið hressandi helgi á veraldarvefnum og æsispennandi að sjá hver heldur með hverjum, eftir að Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni hans Gísla Marteins í sjónvarpi allra landsmanna. Er gjörningur dætranna réttlætanlegur og er Ágústa Eva tepra, eða var hún í…

Leyndardómar fornafna og femínísk málstýring

Höfundur: Katrín Harðardóttir Í liðinni viku fór undirrituð á fyrirlestur Marciu Allison, doktorsnema frá Annenberg School for Communication and Journalism, University of Southern California. Fyrirlesturinn, sem var á vegum Málfræðifélagsins, hét G“hen”der Neutral: (Post)- Feminism, Feminist Language Planning, and Gender Neutrality, og eins og titillinn ber með sér fjallaði Marcia um (síð-)femínisma, femíníska málstýringu og kynhlutleysi…

Dulsmál hin nýju – Tillaga að orðnotkun.

Höfundur: Ásdís Thoroddsen Undanfarin misseri hafa hrannast á fjölmiðlana sögur af kynferðisbrotum sem haldið hefur verið leyndum í mislangan tíma. Það er eins og verið sé að lofta út sársaukanum úr leyndum kimum samfélags og einstaklinga. Þörf hreinsun og fagna flestir. Kynferðisbrot er óþjált orð. Undirritaðri datt í hug hvort hægt væri að nota gamla…

Old Bessastaðir – sjaldan er ein klisjan stök

Höfundar: Ása Fanney Gestsdóttir og Katrín Harðardóttir Það er ekkert verið að skafa utan af því í leikritinu Old Bessastaðir sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Íslenski þjóðernisrembingurinn, óttinn við útlendinga, pólítískar tilraunir og almennur plebbaskapur er dreginn miskunnarlaust fram í dagsljósið. Ítrekað heyrast kunnuglegir og klisjukenndir frasar úr orðræðu dagsins, hugsað er í „heildrænum…

Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…