Óður til píkunnar

Höfundur: Rut Guðnadóttir Nýlega var ég á afar skemmtilegum ljóðaupplestri á kaffihúsi með vinum og vandamönnum. Eitt verðandi skáld flutti smásögu byggða á reynslu sinni síðast þegar hún fór í sund. Þar hafði hún nefnilega verið spurð af saklausri, lítilli stelpu hvers vegna hún hefði eiginlega hár á píkunni. Og þegar henni var litið um…

Af mýtum og tenntum píkum

Höfundur: Guðrún Elsa Bragadóttir. Kvikmyndin Teeth (2007) fjallar um unglingsstúlkuna Dawn, sem fæddist – líklega vegna nálægðar heimilis hennar við kjarnorkuver – með tennta píku. Hún uppgötvar þessa goðsögulegu eiginleika kynfæra sinna þó ekki fyrr en hún fer að taka sín fyrstu, mjög svo afdrifaríku, skref í kynlífi: hún ræður ekkert við sig þegar bólfélagar hennar…

Á villipíkuveiðum í frumskógum Mosfellsbæjar

Þótt ég gleddist vissulega af einlægni yfir að sjá blússandi jafnréttisviljann hjá Íbúahreyfingu Mosfellsbæjar í tillögum þeirra um að koma á laggirnar Píkusafni í Mosfellsbæ og dáðist að frumkvæði íbúanna að hafa nú þegar tryggt sér fimm gimbrapíkur til sýningar, finnst mér að þeir mættu setja markið hærra. Reðasafn Íslands er vissulega góðra gjalda vert…