Ég á ekki að þurfa að réttlæta mig

Umræðuefnið hér fyrir neðan er enn mikið tabú fyrir mörgum. Þó hafa margir deilt upplifun sinni nýlega og þar sem það hefur hjálpað mér mikið langar mig til að geta mögulega hjálpað öðrum. Svona líður mér Já, það er rétt, mig langar ekki til að verða foreldri, en það þýðir ekki að ég megi ekki…

Íslensk verkfærakista um þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni vekur athygli

Höfundur: Ásdís Ólafsdóttir   Alþjóðlega hreyfingin HeForShe stendur nú fyrir miklu kynningarátaki á íslensku Barbershop-verkfærakistunni. Verkfærakistan var þróuð af Landsnefnd UN Women á Íslandi í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og var afhent HeForShe, alþjóðlegu verkefni UN Women, á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna nú í mars. Heil vika hefur verið tileinkuð verkfærakistunni á samfélagsmiðlum HeForShe, með tæpa milljón…

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Höfundur: Dr. Auður H. Ingólfsdóttir. Hvað í ósköpunum hafa loftslagsbreytingar með feðraveldið að gera? Þetta er spurning sem ég hef oft fengið undanfarin ár í tengslum við doktorsverkefnið mitt þar sem ég beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi. Í bók kanadíska aðgerðasinnans Naomi Klein, This Changes Everything, er loftslagsbreytingum stillt upp…

Í minningu Jo Cox

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Þingkona breska Verkamannaflokksins, Jo Cox, var myrt í gær 16. júní  á leið á fund með kjósendum í Birstall. Jo Cox var smávaxin og skelegg kona með stórt hjarta, miklar hugsjónir og vilja til að bæta heiminn. Hún var skoðanaglöð, ákveðin, fyndin og hlý. Einkennandi og smitandi hlátur hennar er mörgum minnisstæður. Að…

Ósk um álit siðanefndar

„Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, óskar eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Við horfum þá sérstaklega til III. kafla í Codex Ethicus LÍ. Viðtalið nefnist…

Forréttindaforeldrar og sameiginlegu sjóðirnir

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir Dagvistun fyrir börn er eitt elsta baráttumál kvennahreyfingarinnar. Um miðja tuttugustu öldina (á tímum þegar ein fyrirvinna nægði og viðeigandi þótti að konur væru heimavinnandi) var dagvistun aðeins í boði fyrir börn einstæðra mæðra en með aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna, sérstaklega Kvennalistanum, jókst framboðið svo hérlendis var dagvistun orðin almenn á tíunda…

Bönnum staðgöngumæðrun!

Höfundur: Kajsa Ekis Ekman Í nokkurn tíma hefur verið ljóst að eitthvað er athugavert við staðgöngumæðrun. Síðan staðgönguiðnaðurinn hófst upp úr 1970 hefur ekki linnt hneykslum, misnotkun og ofbeldi. Allt frá hinu alræmda Baby-M máli, þar sem móðirin skipti um skoðun og var neydd grátandi til að afhenda barnið, til japanska auðjöfursins sem pantaði 16…

Verðir þjóðhátíðarlaganna

Höfundar: Herdís Schopka og Gísli Ásgeirsson Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er eldri en elstu menn muna og eftirsótt hefur þótt að fá að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið sem verðskuldar stóran staf eins og önnur sérnöfn. Árið 1933 var það fyrsta samið og síðan hefur varla fallið úr ár. Oddgeir Kristjánsson samdi 20 fyrstu lögin og einu…

Karlar í kennslu yngri barna

Höfundur: Egill Óskarsson Á föstudaginn síðasta birtist hér á Knúzinu pistill þar sem ég kem við sögu. Tilefnið er viðtal við mig sem birtist í síðasta Fréttatíma, um það hversu fáir karlar eru í stétt leikskólakennara. Gísli Ásgeirsson skrifar pistilinn og segir mig annars vegar skauta framhjá því að laun og lengd náms hafi áhrif…

Old Bessastaðir – sjaldan er ein klisjan stök

Höfundar: Ása Fanney Gestsdóttir og Katrín Harðardóttir Það er ekkert verið að skafa utan af því í leikritinu Old Bessastaðir sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Íslenski þjóðernisrembingurinn, óttinn við útlendinga, pólítískar tilraunir og almennur plebbaskapur er dreginn miskunnarlaust fram í dagsljósið. Ítrekað heyrast kunnuglegir og klisjukenndir frasar úr orðræðu dagsins, hugsað er í „heildrænum…