Saga þernunnar eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood
Höfundur: Magdalena Schram ,,Mig langar ekki til að vera að segja þessa sögu“ segir Offred, sögukona þessarar bókar aftur og aftur. Þó verður hún að halda áfram að segja söguna og lesandinn verður að halda áfram að lesa þessa óhugnalegu en hræðilega spennandi bók. Sagan gerist í Gilead-lýðveldinu, sem verður til í náinni framtíð…