Ég á ekki að þurfa að réttlæta mig

Umræðuefnið hér fyrir neðan er enn mikið tabú fyrir mörgum. Þó hafa margir deilt upplifun sinni nýlega og þar sem það hefur hjálpað mér mikið langar mig til að geta mögulega hjálpað öðrum. Svona líður mér Já, það er rétt, mig langar ekki til að verða foreldri, en það þýðir ekki að ég megi ekki…

Leyndardómar fornafna og femínísk málstýring

Höfundur: Katrín Harðardóttir Í liðinni viku fór undirrituð á fyrirlestur Marciu Allison, doktorsnema frá Annenberg School for Communication and Journalism, University of Southern California. Fyrirlesturinn, sem var á vegum Málfræðifélagsins, hét G“hen”der Neutral: (Post)- Feminism, Feminist Language Planning, and Gender Neutrality, og eins og titillinn ber með sér fjallaði Marcia um (síð-)femínisma, femíníska málstýringu og kynhlutleysi…

Uppeldi drengja – gusa frá móður.

Höfundur: Julie Kaiser-Hansen Taylor Ég spjallaði eitt sinn við mjög skynsama móður afar greinds sjö ára drengs. Hann átti erfitt með að sitja kyrr í kennslustundum en var hins vegar 3-4 árum á undan jafnöldrum sínum í stærðfræði. Kennarinn hafði ákveðið að drengurinn mætti valsa um stofuna að vild og sitja í gluggakistunni ef hann vildi.…

Ekkert til að sýna? Um kynjahalla á íslenskum byggða- og menningarminjasöfnum

Höfundur: Arndís Bergsdóttir. Þetta safnaknúz er unnið upp úr fyrirlestri sem höfundur hélt á vegum MARK, miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna fyrr í nóvembermánuði 2015. Flestir eru nokkuð meðvitaðir um hvernig kynin/kyngervin birtast með mismunandi hætti á opinberum stöðum eða í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi bleiku og bláu deildirnar í stórum keðjum leikfangaverslana, sláandi munur karlkyns…

Boð til líkamsvirðingar

Höfundur: Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir Eru bara ákveðnar líkamsgerðir sem fá leyfi til að þykja vænt um sjálfan sig? Alls staðar í kringum okkur eru kröfur, væntingar og viðmið um hvernig við eigum að vera fullkomna eða besta útgáfan af okkur sjálfum. Einkennandi í umhverfi okkar eru kröfur varðandi útlit og holdafar. Þúsundir greina, pistla,…

Femínismi fyrir konur? Hann fyrir hana? Hver gerir hvað fyrir hvern? -og örlítið í upphafi um versta máltæki í heimi

Höfundur: Sóley Tómasdóttir Einu sinni skrifaði ég pistil um fórnarlambsvæðingu undir titlinum Versta hugtak í heimi. Versta máltæki í heimi, “konur eru konum verstar” er svo slæmt að það verðskuldar ekki heilan pistil. Máltækið er ekki bara alrangt, heldur úthugsað. Það er til þess gert að sundra konum, koma í veg fyrir kvennasamstöðu og draga…

„Hún er gáttuð …“

Höfundur: Halla Birgisdóttir Þessi pistill fjallar um myndlistarverk eftir mig sjálfa sem ber titilinn Hún er gáttuð á þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Þetta tiltekna myndlistarverk er til sýnis í Betra veður – Window Gallery sem er staðsett á Laugarvegi 41. Hægt er að kíkja í gluggann og sjá verkið þar til 28.…

Af dillibossum og femínískum gleðispillum

 Höfundur: Arndís Bergsdóttir Ég er ekki húmorslaus femínisti. En ég er femínískur gleðispillir[1]. Þessi pistill er gleðispillir! Það er eins gott að segja það strax. Slíkir gleðispillar neita að taka þátt í gleðinni sem umvefur ákveðna viðburði eða atvik en nota hvert tækifæri til að benda á kynjamisrétti. Þar sem kynjakerfið er allsstaðar er ekki…

„Frábærar fyrirmyndir fyrir alla“ – spjallað um kynjahlutföll hjá Ævari vísindamanni

Höfundur: Ritstjórn og Ævar Þór Benediktsson Snemma beygist krókurinn og snemma mótast staðalímyndir kynjanna. Þess vegna er alveg sérstaklega mikilvægt að þeir sem framleiða efni fyrir börn hafi í huga að það sem börnin sjá er þeim veganesti út í lífið og þar á meðal þær birtingarmyndir kynjanna og kynhlutverkanna sem finna má í margs…

Kynlegar athugasemdir

Höfundar: Elín Inga Bragadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir Í apríl 2014 var umræðuhópurinn Kynlegar athugasemdir stofnaður á Facebook. Hann óx hratt og meðlimir urðu rúmlega ellefu þúsund. Tilgangur hans var þessi: Vettvangur fyrir fólk til að deila aðstæðum og/eða athugasemdum sem eru bundnar við kynferði og það hefur orðið fyrir í hversdagslífi sínu. Fyrir annað…