Ályktun frá sex ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka

  Uppreisn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn, Samband ungra framsóknarmanna og Ung vinstri græn  fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Slík hegðun á ekki að líðast, hvorki innan stjórnmála né nokkurs staðar annars staðar í samfélaginu.   Þegar slík misbeiting valds fær að viðgangast…

Afrekssýning kvenna: Af kvennasamstöðu

Höfundar texta: Ingimar Karl Helgason og María Lilja Þrastardóttir Inngangur Eitt sterkasta einkenni íslenskrar kvennabaráttu er samtakamátturinn. Konur hafa myndað með sér bandalög og samtök um stórt og smátt, formleg og óformleg og um lengri og skemmri tíma. Öll hafa þessi bandalög haft áhrif, hvert á sinn hátt.Vinkonur, systur og mæðgur hafa staðið saman gegnum tíðina,…

Já, hvað er svona merkilegt við það …?

Höfundur:Halla Kristín Einarsdóttir og ritstjórn Í kjölfar hinnar róttæku og litríku kvennabaráttu áttunda áratugarins ákváðu konur að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði og stofnuðu Kvennaframboð til borgarstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár. Kvennaframboðin voru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu og hafa haft óumdeilanleg áhrif á íslensk stjórnmál,…

Áskorun til útvarpsstjóra

Frá Knúz.is Um leið og við óskum þér til hamingju með stöðuveitinguna, viljum við hjá femíníska veftímaritinu Knúz skora á þig, Magnús Geir Þórðarson, að nota stöðu þína til þess að stuðla að jafnrétti í íslensku samfélagi. Við viljum einnig minna þig á að RÚV er, eins og öðrum ríkisstofnunum, skylt að fara að lögum um…

Konur og prófkjör

Höfundur: Líf Magneudóttir Reglulega, og gjarnan í kringum prófkjör eða val flokksmanna á lista, verða umræður um stöðu kvenna í stjórnmálum. Því hefur verið haldið fram (og með réttu) að konur eigi erfiðara með að brjótast fram og að klíkur innan flokka, gjarnan nefnd „flokkseigendafélögin“, hampi frekar körlum en konum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi finna fyrir þessu á eigin skinni. Þær þurfa einnig að þola að…

Konur sem eitra líf mikilvægra karla

Þessi forsíða L’Express, frá 10. október 2012, vakti hörð viðbrögð í Frakklandi í síðustu viku og skyldi engan undra. Þarna sjáum við François Hollande, forseta Frakklands, með agalegan mæðusvip. Til vinstri við hann er röð smærri mynda af nokkrum konum sem eitra víst fyrir honum lífið, en þannig má þýða yfirskriftina, sem stendur stórum hvítum…

Konan í karlinum

Fyrir helgi spruttu upp líflegar umræður á netinu um forsíðumynd í blaðinu Nýju lífi. Myndin er af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Umræðan kom til af ýmsu. Myndin var tengd við fyrri afhafnir og pólitík Bjarna svo dæmi sé tekið. En það var líka rætt um myndina út frá hugmyndum um karlmennsku og kvenleika. Forsíðumynd Nýs…