Yfirlýsing AGN til stuðnings þolendum

Við, aktívistar gegn nauðgunarmenningu, stöndum með þolendum kynbundins ofbeldis. Sérstakan kjark þarf til að stíga fram gegn gerendum sem virðast ósnertanlegir vegna vinsælda og/eða valdastöðu í þjóðfélaginu. Við fordæmum þær árásir sem þolendur, og þau sem styðja þolendur, hafa orðið fyrir. Ása Fanney GestsdóttirHalldóra JónasdóttirGuðný Elísa GuðgeirsdóttirGunnur Vilborg GuðjónsdóttirSteinunn Ýr EinarsdóttirHildur GuðbjörnsdóttirElísabet Ýr AtladóttirHelga ÓlöfRagnhildur…

SANNLEIKURINN ER SÁ… #höfumhátt

Höfundur: Friðrik Erlingsson Sannleikurinn er sá að í okkar litla samfélagi fá dólgar og dópdílerar að komast upp með að halda stúlkum og drengjum í ánauð fíknar og neyslu og selja þessi börn í vændi eða gera þau út til innbrota. Sannleikurinn er sá að lögreglan veit og lögmenn vita og fjöldi embættismanna vita vel…

Ofbeldið sem ekki má ræða

Höfundur: Helga Baldvins Bjargar Mér finnst allt þetta Stígamótamál vægast sagt ömurlegt. Í dag er ég óvinnufær. Ég er greind með mjög alvarlegt þunglyndi og kvíða og komin á kvíðalyf í fyrsta skipti á ævinni. Mig dreymir martraðir, ég forðast að vera úti á meðal fólks og upplifi mig óörugga í femínískum rýmum. Ég óttast…

Kynferðislegt ofbeldi innan stjórnmála: Frakkland (og örugglega víðar)

Þýðing og formáli: Guðrún C. Emilsdóttir Þann 9. maí sl., fór í gang undirskriftasöfnun til höfuðs ábyrgðaraðila innan stjórnmálaflokka, þingsins og annarra stjórnarstofnana vegna þess kynferðislega ofbeldis sem viðgengst innan franskra stjórnmála. Í yfirlýsingunni er skorað á þessa aðila að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á öllum stigum valdapíramídans…

Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015.

Höfundur: Katrín Harðardóttir Hótel Nordica, 20. janúar, 2016. Í janúar boðuðu konur á Alþingi til þverpólitískrar samkundu til þess að ræða áframhaldandi baráttu íslenskra femínista. Alltof stór salurinn gaf til kynna bjartsýni skipuleggjenda en hún þarf nú ekki að koma á óvart eftir annað eins byltingarár. Það var sem sagt fámennt en góðmennt, og nokkuð víst…

Konur tala 2015

Höfundar: Brynhildur Björnsdóttir og Guðný Elísa Guðgeirsdóttir Í kvikmyndinni Suffragette er fjallað meðal annars um erfiðleika þeirra kvenna sem börðust fyrir kosningarétti sér og kynsystrum sínum til handa í Bretlandi við að koma málstað sínum á framfæri í fjölmiðlum. Hundrað ára afmælisár kosningaréttar kvenna á Íslandi færði með sér byltingu í tjáningu kvenna á sínum…

„Hún þarf þá að sanna það!“

*TW* Þetta sagði auðjöfurinn Ehsan Abdulaziz þegar hann var kærður fyrir nauðgun í Bretlandi og kom þar fyrir rétt í liðinni viku. Margt við þetta mál er ótrúlegt og fáránleikinn náði nýjum hæðum þegar hann var sýknaður af kærunni eins og hér má lesa nánar um í grein Daily Mail. Málsatvik voru þau að hann…

Fóstureyðingar í almannarýminu

Höfundar: Steinunn Rögnvaldsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir Í september 2015 birtist myllumerkið #ShoutYourAbortion í fyrsta sinn. Tilefnið var að samtökin Planned Parenthood þurftu að verjast tilraunum íhaldssamra stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, en þeir reyndu að skerða aðgengi kvenna að fóstureyðingum með því að takmarka fjárframlög til Planned Parenthood. Síðan myllumerkið birtist fyrst hafa þúsundir tíst frásögnum…

Opið bréf til þolenda kynferðisofbeldis

Opið bréf til allra þolenda kynferðisofbeldis, óháð kyni, aldri og þjóðfélagsstöðu *TW* Elsku þolandi. Fyrst og fremst langar mig að segja að þú gerðir ekkert til að verðskulda ofbeldið sem þú varðst fyrir. Alveg sama hvar þú varst niðurkomin/n, í hvernig ástandi þú varst, hverju þú klæddist eða hvað þú gerðir í aðdraganda ofbeldisins –…

Skuggarnir leysast ekki lengur upp

*TW*  *Efnisviðvörun* Höfundur: Kristín Jónsdóttir Mánudaginn 9. nóvember 2015 má líklega halda því fram að stór hluti þjóðarinnar hafi vaknað upp af einhvers konar blundi. Ég vil ekki segja værum blundi, því jú jú, við heyrum alltaf við og við af nauðgunarmálum. Karl er grunaður, brotaþoli fór á sjúkrahús til skoðunar, málið er í rannsókn…