Yfirlýsing frá Femínistafélaginu Auði, nýstofnuðu femínistafélagi stúdenta við lagadeild Háskóla Íslands.

Við krefjumst breytinga! Meðlimir femínistafélagsins Auðar krefjast breytinga á viðhorfum og hegðun innan lögfræðingastéttarinnar, réttarvörslukerfisins og lagadeildar Háskóla Íslands. 156 konur í réttarvörslukerfinu hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Þögnin rofin“. Henni fylgdu 45 reynslusögur af kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kvenfyrirlitningu innan réttarvörslukerfisins. Þetta er kerfi sem mörg okkar stefna á að starfa…