Hvernig gerum við íslensku transvænni?

Höfundur: Kári Emil Helgason Hán er vinsæl tillaga sem þegar er komin í þó nokkra notkun innan samfélagsins um nýtt hvorugkynsfornafn sem notað er sérstaklega til að vísa til fólks (ólíkt það sem vísar í undantekningartilvikum til fólks). Hán er sérhugsað til að vísa til fólks utan tvíundarinnar karl–kona, þ.e. kynsegin, flæðigerva, vífguma fólks o.s.frv. eða ef kyn þess er…

Af transfóbískum femínistum og kynbundnu ofbeldi

Höfundur: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Baráttumál femínisma og kvennahreyfinga á Íslandi og víðar hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Áður fyrr var einblínt á borgaraleg réttindi kvenna en nú er baráttan orðin víðfeðmari og tekur á fjölbreyttari málefnum. Samt sem áður hafa femínismi og kvennahreyfingar oft átt í erfiðleikum með að skoða ólíka reynsluheima sem og misjafna stöðu…

Hán – nýtt persónufornafn?

Höfundur: Alda Villiljós Þegar ég var barn var kynímynd mín, líkt og margra annarra barna, ekki sérstaklega sterk. Jú, ég klæddi mig upp í prinsessukjóla, helst á hverjum degi, og svaraði ekki öðru nafni en Þyrnirós í lengri tíma, en seinna fékk ég frekjukast þegar mamma kallaði mig inn og sagði mér að ég gæti…